Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Page 38

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Page 38
* aukist verulega, sem síðan ylli aukinni upptöku plantna af þessu efni, jafnvel um nokkurt tímaskeið eftir að saltið berst í jarðveginn. Eins og aðrar katjónir (jónir með + hleðslu) bindst natríumjónin (Na^") í jarðvegi, en að vísu talsvert lausar en aðrar katjónir, svo sem Ca~^~ + og Mg~*~ ~^~ jónir. Hinn hluti natríumklóríðs, klórjónin (Cl~), skolast stórum auðveldar úr jarðvegi en Na+ jónin. En að sjálfsögðu getur sjávarrok sem berst á vaxtartíma plantnanna stóraukið natríummagn þeirra, því að plöntur taka natríum og önnur jurtanæringarefni gegnum blöðin. Páll telur, að seltuflutn- ingur úr sjó muni tiltöllega lítill snemmsumars, með því að sjávarrok eru sjaldgæf í júní og júli. En umrædd gróðursýni frá tilraunastöðvunum eru úr fyrsta slætti, sem oftast er skorinn fyrir miðjan júlí. Páll nefndi þó, að í vestan fárviðri, sem gekk austur yfir landið síðast í maí 1956 hafi borist slíkt seltumagn, að lauf sortnaði á reynitré í Hörgárdal í Eyjafirði. Og um líkt leyti veitti Páll því eftirtekt á ferðalagi um ofan- verðan Borgarfjörð, að nýútsprunginn skógurinn var svartur á að líta áveðurs, en grænn hlémegin. Við Páll ræddum síðan þessi mál við Flosa Hrafn Sigurðs- son, veðurfræðing, sem annast rannsóknir á loftmengun. Hann var sama sinnis og Páll að því er varðar flutning sjáv- arsalta á þurrt land. Enda segir svo í grein hans „Loftmeng- un“, er birtist í Ægi, 10. tbl. 1981: „Verstu saltveður á suð- vestan og verstanverðu landinu koma í ofsaveðrum, þegar loftið er komið yfir Grænland og Grænlandshaf. Loft er þá óstöðugt án þess að úrkoma fylgi að ráði og getur mikil salt- mengun þá borist langt inn í landið, sest á rúður og einangr- ara raflína og valdið þar skammhlaupi“. Þá má geta þess, að Flosi greinir frá því í riti Landverndar I, 1972, að í könnun á Rjúpnahæð, sem hófst 1958, hafi natrí- ummagn í úrkomu mælst að meðaltali 43 kg á hektara á ári, og að það sé mjög breytilegt frá einum tíma til annars. Mest hefur það orðið 43 kg á hektara á mánuði. 1 fyrrnefndri grein í fslenskum landbúnaðarrannsóknum frá 1977 er að finna yfirlit yfir brennisteinsákvarðanir Veð- urstofunnar á úrkomu á Rjúpnahæð og Vegatungu í Bisk- 40
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.