Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Qupperneq 38
*
aukist verulega, sem síðan ylli aukinni upptöku plantna af
þessu efni, jafnvel um nokkurt tímaskeið eftir að saltið berst í
jarðveginn. Eins og aðrar katjónir (jónir með + hleðslu)
bindst natríumjónin (Na^") í jarðvegi, en að vísu talsvert
lausar en aðrar katjónir, svo sem Ca~^~ + og Mg~*~ ~^~ jónir.
Hinn hluti natríumklóríðs, klórjónin (Cl~), skolast stórum
auðveldar úr jarðvegi en Na+ jónin. En að sjálfsögðu getur
sjávarrok sem berst á vaxtartíma plantnanna stóraukið
natríummagn þeirra, því að plöntur taka natríum og önnur
jurtanæringarefni gegnum blöðin. Páll telur, að seltuflutn-
ingur úr sjó muni tiltöllega lítill snemmsumars, með því að
sjávarrok eru sjaldgæf í júní og júli. En umrædd gróðursýni
frá tilraunastöðvunum eru úr fyrsta slætti, sem oftast er
skorinn fyrir miðjan júlí. Páll nefndi þó, að í vestan fárviðri,
sem gekk austur yfir landið síðast í maí 1956 hafi borist slíkt
seltumagn, að lauf sortnaði á reynitré í Hörgárdal í Eyjafirði.
Og um líkt leyti veitti Páll því eftirtekt á ferðalagi um ofan-
verðan Borgarfjörð, að nýútsprunginn skógurinn var svartur
á að líta áveðurs, en grænn hlémegin.
Við Páll ræddum síðan þessi mál við Flosa Hrafn Sigurðs-
son, veðurfræðing, sem annast rannsóknir á loftmengun.
Hann var sama sinnis og Páll að því er varðar flutning sjáv-
arsalta á þurrt land. Enda segir svo í grein hans „Loftmeng-
un“, er birtist í Ægi, 10. tbl. 1981: „Verstu saltveður á suð-
vestan og verstanverðu landinu koma í ofsaveðrum, þegar
loftið er komið yfir Grænland og Grænlandshaf. Loft er þá
óstöðugt án þess að úrkoma fylgi að ráði og getur mikil salt-
mengun þá borist langt inn í landið, sest á rúður og einangr-
ara raflína og valdið þar skammhlaupi“.
Þá má geta þess, að Flosi greinir frá því í riti Landverndar I,
1972, að í könnun á Rjúpnahæð, sem hófst 1958, hafi natrí-
ummagn í úrkomu mælst að meðaltali 43 kg á hektara á ári,
og að það sé mjög breytilegt frá einum tíma til annars. Mest
hefur það orðið 43 kg á hektara á mánuði.
1 fyrrnefndri grein í fslenskum landbúnaðarrannsóknum
frá 1977 er að finna yfirlit yfir brennisteinsákvarðanir Veð-
urstofunnar á úrkomu á Rjúpnahæð og Vegatungu í Bisk-
40