Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Page 63
ekki beit á tún fyrr en spretta er komin vel á veg. Þetta
lögmál gildir einnig um úthaga og þá ekki síst um gróður
á afréttum þar sem vaxtartími er stuttur og spretta lítil.
Ótímabær vorbeit getur orðið til þess að gróðurinn dafni
ekki á eðlilegan hátt og hann verði bitinn nokkurn veginn
jafnóðum og hann vex. Slík virtist t. d. raunin í þungbeittum
ábornum hólfum í sumum þeirra beitartilrauna sem gerðar
hafa verið (2). Beitarþol minnkar og afurðir skerðast. Plöntur
eyða stórum hluta forðanæringar sinnar í að koma upp nál
að vori. Ef sprotinn er bitinn áður en forðinn hefur náð að
endurnýjast missir plantan þrótt, sem leiðir til þess að lostæt-
ar plöntur geta orðið undir í hinni eilífu samkeppni sem
er á milli plantna um rými og aðra vaxtarþætti (9). Við
þetta eykst hlutfall lélegra beitarplantna í gróðurhulunni.
Ekki er fullkomlega vitað hvert lágmark gróðurs þurfi að
vera við upphaf beitar hér á landi. Reikna má með að það
sé ákaflega mismunandi eftir gróðurfari, frjósemi landins og
öðrum vaxtarþáttum. Rými í högum skiptir einnig miklu
máli. Ef féð er fátt miðað við landrými er óhætt að hefja
beit fyrr en ella. Ekki er heldur ráðlegt að bíða of lengi með
að hefja beit þar sem gæði gróðurs gætu minnkað vegna
aukins plöntuþroska, auk þess sem beitartíminn styttist. Hér,
sem annars staðar, gildir hinn gullni meðalvegur.
Mikill munur getur verið á beitarþoli einstakra plöntuteg-
unda. Ymsar blómplöntur, t.d. blágresi, eru góðar til beitar
en þollitlar. Ýmsar tegundir grasa eru þolmiklar, en þó í
flokki kjörgróðurs þannig að þær hverfa ef þröngt er í högum.
Enn aðrar tegundir auka hlutdeild sína við beit vegna þess
að þær eru sjaldan bitnar. Má þar nefna finnung og þursa-
skegg.
Nýlegar kenningar hallast að því að beit geti aukið upp-
skeru sumra plantna að vissu marki en dregið úr vexti ann-
arra (30). Hófleg beit getur jafnframt haft jákvæð áhrif á nær-
ingargildi gróðurs með því að örva sprotamyndun og seinka
þroskaferlinum. Eins og fram kemur á 16. mynd dregur
mikið beitarálag hins vegar úr sprettu allra tegunda, hvort
sem þær hafa mikið þol gagnvart beit eða ekki. Þetta stafar
65
5