Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Page 81
stofnræktarfélög á landinu og njóta þau nokkurs ríkisstyrks.
Helstu stofnræktarfélög á landinu eru Skuggafélagið sem
stofnað var 1964, þar er ræktaður stofn út af Skugga 201 frá
Bjarnanesi og Fjallablesafélagið sem var stofnað árið 1970. Það
er félagsskapur er starfar austur undir Eyjafjöllum og stefnir
að ræktun gamals reiðhestastofns þar. Einhverjir frekari til-
burðir hafa verið uppi um stofnræktarfélög en misjafnlega
hefur gengið að halda þeim saman. Má nefna félagsskap um
ræktun reiðhestastofns frá Kleifum í Gilsfirði, Kleifahross, og í
A-Húnavatnssýslu er félagsskapur manna er eiga hross út frá
Snældu Sigurðar frá Brún, Snældufélagið.
Ýmsir einstaklingar hafa gengið skipulega til verks í
hrossarækt og náð ágætum árangri í ræktun hrossa sinna. Það
sem einkennir ræktunaraðferðir þeirra sem lengst hafa náð er
að þeir hafa stefnt lengi að ákveðnu marki og má þar nefna
Svein Guðmundsson á Sauðárkróki svo og þá aðila sem hafa
staðið að ræktun hrossa á Kirkjubæ á Rangárvöllum, Kirkju-
bœjarhross. Þar hafa verið ræktuð hross frá því upp úr 1940 og
ætíð stefnt að ræktun fjölhæfra og ljúfra, rauðblesóttra reið-
hrossa.
Á Hólum í Hjaltadal starfar Hrossakynbótabú ríkisins. Þar er
stefnt að hreinræktun hrossa ættaðra austan Héraðsvatna í
Skagafirði. Tekið var til við þessa ræktunarstefnu upp úr 1960
og starfar búið skv. reglugerð landbúnaðarráðuneytis frá
1971, en fyrir dyrum stendur nú endurskoðun hennar. Rikis-
sjóður hefur frá árinu 1973 rekið uppeldis- og tamningastöð
fyrir stóðhesta, Stóðhestastöðina, sem nú er að Gunnarsholti á
Rangárvöllum, en Búnaðarfélag fslands hefur umsjón með
rekstri þessarar stöðvar.
Hrossaræktendur starfa einnig verulega innan Landsam-
bands hestamannafélaga sem var stofnað 1949. Þetta eru samtök
hestafólks í þéttbýli jafnt sem dreifbýli. Landsamband hesta-
mannafélaga lætur sér kynbótamálin ekki óviðkomandi og
Landsþing þess samþykkja iðulega tillögur um þau mál sem
þá er beint til Sýningarnefndar B.f. og L.H. (sjá 34. gr. búfjár-
ræktarlaga frá 1973). Einskonar stéttarfélag þeirra sem fram-
leiða lífhross og hrossakjöt er Félag hrossabœnda sem stofnað var
83