Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Page 113
þess að Tilraunastöðin hefur fengið Vísindasjóðsstyrk til
kaupa á gasgreini, sem bæði gæti nýst til mælinga á öndun
grasa í svellum svo og til sýrumælinga á rannsóknastofunni,
svo sem í votheyi.
Ég fór um sveitir í vor til að skoða kalskemmdir, en þær
voru svolitlar á austanverðu Norðurlandi, svo sem á Arskógs-
strönd, Kinn, utanverðu Tjörnesi og í Þistilfirði. Einkum var
áberandi hve vallarfoxgras í nýlegum túnum kól illa. í þessum
ferðum tók ég torfhnausa úr túnum til inniræktunar á
Möðruvöllum og gat þannig fengið fljótt úr því skorið hvort
grösin væru dauð eða lifandi. Stóðst þessi prófun.
Ég hef verið með dreifðar tilraunir til að prófa áhrif sýru-
stigs á endingu og þol grasa. Tilraunir eru á þremur stöðum
og kól alls staðar nokkuð síðastliðinn vetur. Niðurstöður mats
benda ekki til að sýrustig hafi afgerandi áhrif á þolið.
Túnamaurinn gerði usla í túnum nú sem undanfarið.
Ásamt Guðmundi Helga Gunnarssyni og Sigurgeir Ólafssyni
voru reynd lyf gegn honum og virðist eitt lyf geta orðið
bændum að gagni.
Á Möðruvöllum hef ég fylgst með berjarunnum sem
plantað var út sumarið 1981 og 1982. Stöngulber hafa ekki
þroskast, rifsber illa, en nokkur skandinavisk afbrigði sólberja
hafa gefið ágæta uppskeru síðustu þrjú árin.
Lokaorð.
Svo sem fram kom í upphafi þessarar skýrslu þá er ég einn
ráðunautur starfandi í hlutastarfi hjá Ræktunarfélaginu.
Líkur eru á að Guðmundur Helgi Gunnarsson komi að ein-
hverju leyti til starfa hjá félaginu og ber að fagna því. Ég tel
hins vegar mjög slæmt að menn séu yfirleitt í hlutastarfi hjá
félaginu, hérna þarf að starfa maður sem getur sinnt þessari
fjölþættu og þýðingarmiklu starfsemi óskiptur. Á þessu þarf
að finna lausn.
Ég tel eindregið að Ræktunarfélagið eigi að tryggja örugga
og snögga þjónustu við þá sem þangað leita og það eigi að
vera forgangsverkefni. Eg tel enn fremur grundvöll fyrir því
að auka efnagreiningaþjónustuna, bæði með því að fjölga
115