Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 2

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 2
4 Formaður setti fundinn og • minntist um leið með nokkrum orðum Jakobs sál. Hálfdanarsonar, sem and- aðist á næstliðnu ári. Fundarmenn vottuðu virðingu sína fyrir hinum látna með því, að standa allir upp úr sætum sínum. Fundarstjóri var kosinn Sigurður Sigfússon, en til skrifara Benedikt Jónsson frá Auðnum og Jón Gauti Pétursson á Gautlöndum. Petta gerðist á fundinum. 1. Lesin lög félagsins, svo sem vant er. 2. Lesnar aðalfundagerðir deildanna og málefni tekin á dagskrá, er þær gáfu tilefni til. 3. Rannsökuð ábyrgðarskjöl deildanna og tekin gild. Samkvæmt þeim eru mættir 40 fulltrúar, en einn vantar, sem kjörin var, úr Staðadeild. 4. Samþykkt að taka nýa deild —Ljósvetningadeild — í félagið, sem 14 menn hafa stofnað. 5. Flutti formaður hina venjulegu ársskýrslu sína um rekstur félagsins á árinu 1918 og hag þess og horfur nú. Gerði hann nokkra grein fyrir hinum mikla vexti félagsins á árinu,' bæði að mannfjölda og vöruveltu út og inn. Af nýum framkvæmdum á árinu, minntist hann á þátttöku K. P. til eflingar íshússins í Húsavík og fiskisamlags, tii stuðnings fiskiútveg hér, og á hin miklu kraftfóðurkaup, sem K. P. tókst á hendur fyrir félagsmenn. 6. Endurskoðendur félagsreikninganna gerðu grein fyrir endurskoðun sinni og lásu upp allítariega skýrslu um hana og nokkrar athugasemdir og tillögur um reikn- ingsmálin. Út af þéim var samþykkt: a. Auk þeirra 1000 kr., sem greiddar eru úr kostn- aðarreikningi til Benedikts Jónssftnar, greiðast hon- um aðrar 1000 kr. úr sama reikningi á þessu ári, sem viðurkenning frá K. P.

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.