Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 42

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 42
44 armatið, og reynslu hans í þeim efnum, til birtingar í ársrit- inu. Hann segir um Ullarmatið í K. P. Eg þykist hafa orðið þess talsvert var, að ýmsir menn, einnig kaupfélagsmenn, og um þá tala eg hér sérstaklega, líti svo á, að nú sé allur vandinn leystur í ullarverkunarmálinu, með hinum lögskipuðu ullarmatsmönnum; nú megi varpa allri áhyggju um málið á þá, því nú sé það á þeirra valdi og ábyrgð; alt velti nú á því, hvort ullarmatsmaður K. Þ. sé vaxinn tiltrú þeirri, sem honum er sýnd, og starfi því, sem honum er falið. Petta tel eg hvorki rétta né sanngjarna skoðun, þvt svo getur verið í pottinn búið af félagsmönnum og félagsstjórn, að því verði með engu móti fram komið, sem ullarmatsmað- ur vill vera Iáta. Ullin á að afhendast móttöku- og matsmanni, verkuð og flokkuð eftir auglýstum reglum. Við það er starf hans miðað og aðstaða öll. Aðalhlutverk hans er að meta það, hvort ullin sé forsvaranlega verkuð og rétt flokkuð, og þoka því til þar sem með þarf, svo að fullt samræmi sé í allri flókkuninni. Með þessu fyrirkomulagi er ullareigendum sýnd tiltrú, og með því eiga þeir líka kost á að vera við og horfa á sjálft matið. Við þetta sparast líka mikill sameiginlegur kostnaður, sem leggjast myndi á ullina, ef hún kæmi öll óflokkuð, og yrði eftir á að flokkast um leið og hún er sekkjuð, yrði þá iíka torvelt að sjá um, að hver fengi verð fyrir sína ull eftir verðleikum. Yfir höfuð fer fjölda félagsmanna þetta vel úr hendi, og sumum, jafnvel heilum bygðarlögum svo, að hrósvert er. En svo koma slæmir árekstrar við og við, og oftast þegar verst gegnir. Þegar mest berst að af ullinni, kemur auðvitað hvað helst fyrir, að einhverjir komi með laklega verkaða og ílla flokkaða eða máske alls ekkert flokkaða ull. Matsmaður vill þá sýna svo mikla sanngirni sem hann getur, og unnt er að samrýma við þær skyldur og ábyrgð, sem á honum hvílir,

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.