Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 31
33
Þessi sjóður hefir aldrei fyrri á einu ári vaxið, eins mikið
og skýrslan sýnir, og er það auðvitað mest af völdum dýr-
tíðarinnar. En auk þess eru kaupfélagsmenn nú orðið mjög
samtaka um, að auka og efla eignir sínar í sjóðnum á ýmsan
hátt, og jafnvel langt fram yfir það, sem reglur K. Þ. gera
félagsmönnum að skyldu, og er það gleðilegur vottur um
vaxandi skilning og áhuga á, að minsta kosti persónulegum
tryggingum til frambúðar.
Að hinar sameiginlegu félagstryggingar séu mönnum al-
mennt ekki enn orðnar jafn ljósar og hugfastar, virðist mega
ráða af því, hversu litla rækt félagsmenn almennt hafa lagt við
eignir sínar í stofnsjóði Söludeildar og eflingu þess sjóðs yfir
höfuð, í samanburði við stofnsjóð þeirra í K. Þ. Sumir hafa
seit eignir sínar í sjóðnum langt fyrir neðan sannvirði og
nær því enginn leggur hina árlegu vexti við höfuðstóiinn,
heldur taka menn þá alla út og annaðhvort eyða þeim eða
færa þá yfir í stofnsjóð félagsmanna í K. Þ. og það munu
raunar flestir gera. Af ummælum ýmsra félagsmanna hefir oft
mátt skilja, að í raun og veru teldu þeir innstæður sínar í
þessum sjóði litla eða enga eign, heldur aðeins hugsaðartöl-
ur, sem settar væru á pappírinn til málamynda, og þó hafa
þeir árlega fengið háa vexti af upphæðunum, sem þeir hafa
flýtt sér að fá útborgaða, líklega til þess, að tapa þeim ekki
alveg. — Þetta er meira en lítill misskilningur, og er ekki ó-
hugsandi, að einstöku menn, sem betur skilja og langar til
að ná í eignirnar með litlu verði, hafi óbeinlínis alið á þeim
misskilningi. Máske á hann líka rót sína að rekja til þess,
sem mælt er, að menn meti aldrei mikils, né kunni vel að
fara með það fé, sem þeir fá gefins, eða algerlega án eigin
áreynslu og tilverknaðar, því um stofnsjóð Söludeildar má það
með sanni segja, þar sem Söludeildin hefir bókstaflega gefið
mönnum þetta fé, fyrir að kaupa af sér vörur með betra verði
en annarstaðar og oft betri vörur en annarstaðar fengust á
sama tíma.
Hafi nokkurntíma verið nokkur átylla til þess, að meta
þennan sjóð minna en stofnsjóð félagsmanna í K. Þ., þá er
3