Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 43

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 43
45 en þá er enginn tími til að gera flokkunina með nauðsyn- legri eða sjálfsagðri nákvæmni, til þess skortir matsmann bæði vinnukraft og húsróm; má þá vera, að flokkunin fari í handaskolum svo að ilt geti af hlotist og tjón bæði fyrir ull- areigandann og félagsheildina gagnvart kaupendunum, sem þekkja hinar lögskipuðu flokkunarreglur. Með sanngirni verður alls ekki sagt, að ullarmatsmaður eigi sök á þessum misfellum. Á eitt er sérstök ástæða að benda, og það er hversu lakari flokkar ullarinnar, hvít ull II. og mislit ull IV., er mikið ver vandaður að þvotti og þurkun en aðalullin, hjá mörgum fé- lagsmönnum. Eg hefi iðulega fundið að þessu við menn, og það hefir komið fyrir, að eg hefi orðið með öllu að neita móttöku á því, sem fram hefir verið vísað af þessum flokk- um, og talsvert af því, sem samt sem áður er í þessum flokk- um, er á takmörkum þess, að geta talist útflutningshæf vara, ef hún ekki flyti með öðru betra. Öllum ætti þó að geta skil- ist, að ullin í þessum flokkum á að vera eins hrein, þur og vel verkuð og í hinum flokkunum. En eins og ullin hefir verið í þessum flokkum, eða nokkuð af henni, þá má engu muna, að ullarmatsmaður 'geti með góðri samvisku ritað nafn sitt undir það matsvottorð, sem honum er stílað. Það er óvin- sæl aðferð, en þó sú eina rétta, að vísa frá þeirri ull, sem ekki fullnægir hinum settu reglum. Bresti ullartnatsmann ein- urð til þess, þá er illa farið; þá bregst hann illa því umboði, sem alþjóð hefir gefið honum til þess, að framfylgja þörfum lögum til verndunar þjóðfélaginu gegn svikum og vanhirðu einstaklinga. Þetta vona eg að nægi til þess, að sannfæra menn um, að það er fyrst og fremst undir félagsmönnum sjálfum komið, hvort ullarmatið nær tilgangi sínuni, að efla álit og verðgildi ullarinnar á markaðinum. Ullarmatsmaðurinn getur og átt góðan þátt í því, en þó því að eins, að félagsmenn séu hon- um samtaka, og sömuleiðis að hann njóti stuðnings og hjálp- ar félagsstjórnar og framkvæmdarstjóra, sem búa honum alt í hendur, húsrúm, áhöld og alla aðstöðu við matið. Félags-

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.