Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 5
7
hefir utanfélagsmaður keypt stofnsjóðseign eða
fengið að gjöf eða erfð, og er þá félaginu óskylt
að innleysa hana.«
c. Við 9. gr. Greinin orðist þannig: »Við pantanir
og við skiftingu vetrarforða K. P. skal taka tillit
til stofnsjóðseigna félagsdeildanna.«
12. Við reglugerð Söludeildarinnar kom fram og var
samþykkt sú breyting, að í stað 14. greinar komi svo
hljóðandi grein:
»Um útborgun úr stofnsjóði Söludeildar gilda sömu
reglur og um útborganir úr stofnsjóði K. P. samkvæmt
7. gr. reglugerðar þess sjóðs 1., 2. og 4. lið, þó eigi
nema með því nafnverði, sem stjórnin telur rétt á hverj-
um tíma.«
13. Frá Bárðdæladeild kom fram og var samþykkt
svo feid tillaga: »Fundurinn leggur áherslu á, að á
næsta hausti verði gerð tilraun með aflífun sauðfjár á
sláturhúsum K. Þ. með skoti.«
14. Voru teknar til umræðu tillögur þær, sem fram
hafa komið, og lagðar voru undir síðustu aðalfundi
deilda K. F5., til breytinga á lögum félagsins, 16.—
20. gr.
Eftir ítarlegar umræður kom fram og var samþykkt
svo feld fundarályktun:
»Fundurinn ályktar að fresta fullnaðarúrslitum máls-
ins, og felur félagsstjórninni að undirbúa það og leggja
á ný fyrir deildir félagsins og næsta aðalfund K. F*.
15. Pá var gengið til kosninga á stjórn og starfs-
mönnum félagsins, og með því að formaður og fram-
kvæmdarstjóri sá, sem um langt skeið hefir haft það
starf á hendi, hefir formlega sagt því starfi lausu frá
þessum fundi, þá var byrjað á kosningu nýs formanns
og framkvæmdarstjóra og Sigurður Sigfússon í Húsavík
kosinn í einu hljóði.
í félagsstjórnina voru endurkosnir þeir Steingrímur
f