Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 7

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 7
9 nauðsynja fyrirtækis. Út af þessu lagði félagsstjórnin fram svo hijóðandi tillögu til fundarályktunar: »tlm leið og fundurinn skorar á S. í. S. að sleppa engu góðu tækifæri til kaupa á skipi til vöruflutninga frá útlöndum til kaupfélaganna, einkum á Norður og Austurlandi, ályktar hann að lýsa yfir því, að Kaupfélag Þingeyinga skuli leggja fram til skipakaupanna eigi minna fé en 100 þúsund krónur, gegn því, að sam- bandið ábyrgist félaginu að minsta kosti 4'/2°/o ársvexti af fénu, og tiltölulegan hluta af ágóða skipsútgerðarinn- ar eftir þeim reglum, sem sambandið setur. — Ákveður fundurinn, að leggja fram af sjóðeignum félagsins 50 þúsund kr., en felur deildastjórunum að útvega hinn hluta fjárins hjá innstæðueigendum í deildunum, gegn skírteinum og tryggingum, sem félagið gefur út. Láns- fé þetta standi afborganalaust r 10 ár, en eftir þann tíma áskilur kaupfélagið sér rétt til að innleysa það til sín, enda getur eigandi þá sagt láninu upp með árs fyrirvara. Af þessum lánum deildanna greiðast 4'/2°/o ársvextir og auk þess ágóða-uppbót, sem getur numið alt að 2°/o á ári,« Pessi tillaga var samþykkt með 33 atkvæðum. í öðru lagi hafði Sigurjón Friðjónsson komið fram með tillögu, er hann óskaðf að væri bókuð þannig: »Fundurinn skorar á S. í. S. að kaupa svo fljótt sem við verður komið skip til vöruflutninga fyrir íslensk samvinnufélög. Ályktar fundurinn að K. Þ. leggi fram að minnsta kosti 100 þús. kr. á sameignargrundvelli til þeirra skipakaupa, þannig að félagið sé skuldað fyrir upphæðinni, á líkan hátt og fasteignareikningur K. I5. fyrir skuldum, sem stafa af húseignum félagsins, en skuldin síðan afborguð smátt og smátt með tekjum af vöruflutningunum.« Með því tillaga félagsstjórnarinnar var samþykkt, var þessi tillaga sjálfkrafa fallin án atkvæðagreiðslu.

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.