Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 41

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 41
43 Þetta örstutta sögulega yfirlit sýnir, að K- Þ. hefir frá fyrstu átt frumkvæði og forgöngu í þessu máli, og orðið öðrum til fyrirmyndar, og er það ekki lítill metnaður fyrir félag vort, og heiður þeirra manna, sem þetta mál hófu fyrstir. Er sér- staklega vert að minnast þessa nú, og rifja upp endurminn- ingarnar um þessa meira cn 30 ára starfsemi félags vors, þegar forgöngumennirnir frá þeim tima flestir eru horfnir og að hverfa úr sögunni, og minna félagsmenn á þann ábyrgð- arhluta, sem nú hvílir á þeim, að láta ekki forgöngumerkið niður falla, heldnr halda því framvegis hátt við ioft, svo að sjáist um land alt, og enginn efist um, að hér sé enn foryst- an í þessu sæmdar- og hagsmunamáli alþjóðar. Þetta er sérstaklega mælt til hinna yngri kaupfélagsmanna, sem nú eru óðum að taka við af hinni hverfandi kynslóð, sem hóf K. Þ. og beindi starfsemi þess á þær leiðir, sem leitt hafa til þess árangurs, sem orðinn er. Það verður þeirra hlutverk að halda nafni K. P. í heiðri, halda áfram lengra á þeirri leið sem mörkuð er. Því það mega menn ekki ætla, að nú þegar sé náð nokkru fullkomleikamarki í þessu máli. Nei, það er langt frá að svo sé, það verða menn vel að muna, og varast að svæfa framsóknar- og forgönguanda K. Þ. svo í þessu, sem í öðrum umbótamálum. Straumur tímans, nýir markaðir og markaðshorfur flytja nýar og nýar kröfur, sem verður að hafa vakandi auga á, taka til greina og laga sig eftir. Það sæti illa á K. Þ-, að framfylgja ekki til hins ítrasta þeim landslögum — ullarmatslögunum — sem telja má að runnin séu undan þess rifjum. Á því verður þess vegna að hafa vakandi augu og eftirgangsmuni, bæði af hálfu félags- stjórnar, ullarmatsmannsins, en þó um fram alt félagsmanna sjálfra, sem ullina framleiða. Þeir verða að afla sér þekking- ar og skilnings á málefninu og verða samtaka um það, eins og raunar öll umbótamál, sem samvinnufélögin hafa með höndum. Það er meðvitundin um þetta, sem knúð hefir hinn góð- kunna og samviskusama ullarmatsmann K. Þ. til þess, að láta félagsstjórninni í té skriflegt álit sitt og hugleiðingar um ull-

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.