Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 13

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 13
15 ára, og gangi úr á víxl á hverju ári annar þeirra, í fyrsta skifti eftir hlutkesti. — Qæslustjórar skulu, að minnsta kosti einu sinni á ári, rannsaka vörubirgðir Söludeildar, hag henn- ar, bókfærslu og reikningsskil. Ársrannsókn Söludeildar skal gera á þeim tíma, sem félags- stjórn ákveður, að viðstöddum einum eða fleiri úr félags- stjórninni. Skulu gæslustjórar þá semja skrá um allar vöru- birgðirnar, er færist í þar til gerðar bækur. Gæslustjórar skulu hafa eftirlit með, að þessari reglugerð sé fyigt. . 10. gr. Nú virðist gæslustjórum og félagsstjórn að eitthvað af vöru- birgðum Söludeildar sé svo óútgengilegt, að víst megi telja, að óselt liggi til Iengri tíma og skal þá félagsstjórn gera ráð- stafanir til, að koma þeim vörum í það verð, sem unt er, annaðhvort með uppboði eða á annan hátt. • 11. gr, Til lúkningar almennum og sameiginlegum kostnaði K. IJ. leggst hundraðsgjald á vörur Söludpildar, sem félagsstjórn $ kveður með samþykki fulltrúafundar. Annan kostnað, er Sölu- deild sérstaklega varðar, svo og hæfilegan hluta af starfslaun- um í K. Þ., skal færa henni sjálfri til útgjalda, eftir því sem félagsstjórn ákveður og teiur rétt. 12. gr. • . / Að lokinni aðalrannsókn Söiudeildarinpar ár hvert, skal framkvæmdarstjóri og gæslustjórar gera aðalársreikning um tekjur og gjöld Söludeildarinnar á hinu liðna ári. Ágóðinn, sem fram kemur á aðalreikningi, Ieggst við stofn- fé Söludeildar, með þeim takmörkunum og á þann hátt, er hér segir: , a. Af árságóðanum skal jafnan leggja Vio hluta við varasjóð í Söludeildar, auk vaxtanna af varasjóðnum sjálfum. Þennan hluta má auka upp í 4/io, með samþykki fulltrúafundar. b. Alt að 10 °/o af árságóðanum má úthluta til uppbótar á /

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.