Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 44

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 44
46 stjórnin verður líka að sýna það í verki, að hún vilji fram- fylgja lögunum, og hlíta öllum ákvæðum þeirra. Það mundi verða til örfunar félagsmönnum og matsmanni K. F*., en hið gagnstæða verkar í öfuga átt. Það er hlutverk félagsstjórnar, að hafa til reiðu örugg og áreiðanleg vigtartæki, sjá fyrir rúmgóðu og björtu móttöku- lofti, nægu og gallalausu geymslurúmi fyrir ullina, og sjá í tíma um útvegun sterkra og hreinlegra ullarumbúða. Og síð- ast en ekki síst þarf hún að sjálfsögðu að gera tilraunir til, að afla þessari dýrmætu vöru okkar maklegrar viðurkenning- ar og verðs, þegar aftur opnast fyrir hana frjáls markaður út um heim- Árni /ónsson. * ' * * Þessar þörfu bendingar og leiðbeiningar ullarmatsmanns- ins ættu félagsmenn í K. Þ. rækilega að íhuga og taka til greina; þær eru bygðar á reynslu og þekkingu, og framborn- ar af góðum huga, áhuga fyrir málefninu og réttum skilningi á því, sem ýmsa félagsmenn, því miður, virðist enn skortá, þótt rrlega sjáist gleðilegur vottur þess, hve þeim mönnum fjölgar, sem réttum tökum taka á ullarverkuninni. En hér má ekki slaka á fyrri en allir eru orðnir samtaka, öll ullin er jafn vel verkuð, og rétt flokkuð eftir eðli og gæðum. Þá fyrst, en ekki fyrri, getur orðið verulegur árangur af öllu því starfi, sem lagt hefir verið í það að koma þessu máli á rétta leið. Vonandi eru nú flestir eða allir búnir að átta sig á því, að hér er verið að vinna fyrir vora eigin heill og hagsmuni, en ekki kaupenda eða notenda ullarinnar erlendis, eins og margir sögðu hér á árunum, fyrst þegar hreyft var vöruvöndun. Það eru einkum tvö atriði í grein ullarmatsmannsins, sem ástæða er til að árétta og brýna fyrir mönnum. Annað er þetta, sem þegar er nefnt, að allir þurfa að véra samtaka, allir fylgja sömu reglum, sem viðurkendar eru og fyrirskip- aðar. Vísvitandi brot gegn því ganga glæpi næst, því það er brot gegn almenningsheill; og því er það hárrétt, sem ullar- matsmaðurinn segir, að þá er illa farið, ef ullarmatsmennina

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.