Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 39

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 39
41 cr, að ritgerð þessi, upplýsingar þær, seni hún gefur og regl- ur þær, sem hún setur, eru enn í dag í fullu gildi og svo nákvæmar, að þrátt fyrir alt, sem síðan hefir verið gert í þessu máli, hefir þar litlu sem engu verið við bætt. Þegar Kristján hafði kynnt sér meðferð og hagnýtingu ull- arinnar í ensku verksmiðjunum og ráðfært sig við forstöðu- menn þeirra, komst hann að þeirri niðurstöðu, að ef öll ís- lensk ull væri verkuð og flokkuð, eins og best þekkist hér í í’ingeyjarsýslu, þá mundi það mjög mikið efla álit hennar og tiltrú, svo að hún hlyti stórum að hækka í verði, enda gátu ekki hinir ensku verksmiðjumenn bent honum á aðra hagfeldari meðferð ullarinnar, þegar á alt var litið: staðhætt- ina hér, flutning ullarinnar með skipum Ianda á milli og hinn langa tíma, sem verður að líða frá því ullin er tekin af fénu og þar til hún kemst í hendur notendanna, en sá tími skiftir oft missirum. Kristján tók því það ráð, að útvega sér skýrslu og fyrir- sögn um alla meðferð og verkun ullarinnar hjá þeim bónda hér í sýslu, er hann þekti vandvirkastan og helst ti! fyrir- myndar í þeim efndum, en það var Jón á Þverá og eru ullar- verkunarreglur hans, skrásettar af syni hans, teknar upp í rit- gerð Kristjáns; urðu þær síðan undirstaðan undir flokkunar- reglum þeim og mati á ull, sem þá þegar var viðtekið í K- Þ., og síðan hefir gilt óbreytt nær því í öllum greinum. Og þótt þingeyska ullin væri lítill hluti allrar íslenskrar ullar og gætti þess vegna lítið á markaðinum, þá fór þó svo, að eftir nokkur ár fór K. Þ.-merkið að vekja eftirtekt ensku verk- smiðjanna og leið eigi á löngu, að fyrir ull K. Þ. fékkst hærra verð en nokkra aðra íslenska ull. Það gekk nú ekki orðalaust af, að fá verkun og flokkun ullarinnar framgengt hjá öllum kaupfélagsmönnum, en Jakob Hálfdanarson, sem hafði móttöku og mat ullarinnar á hendi> var fastur fyrir og þreyttist aldrei að telja um fyrir niönnum^ hafði hann og til þess hvatir og stuðning frá samverkamönn- um sínum. Var nú það ráð tekið, að K. Þ. hét eins konar verðlaunum fyrir best verkaða ull og flokkaða. Voru verð-

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.