Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 15

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 15
17 16. gr. Deyi félagsmaður, sem innstæðu á í stofnsjóði Söludeildar og bú hans sé tekið til skifta, fellur sú eign til útborgunar, og gilda þá um hana sömu reglur, sem um útborganir úr stofnsjóði kaupfélagsmanna í K. Þ., samkvæmt 7. gr. reglu- gerðar þess sjóðs, 1., 2. og 4. lið, þó eigi nema með því nafnverði, sem félagsstjórn telur rétt á hverjum tíma. 17. gr. Á meðan stofnsjóður Söludeildar eigi hrekkur, sem starfsfé handa henni (sbr. l.og 2. gr.), skal félagsstjórnin árlega, með samþykki fulltrúafundar K. I5., útvega nægilegt starfsfé til full- komins reksturs Söludeildarinnar, með svo góðum kjörum, sem unnt er að fá á hverjum tíma. 18. gr. Verði tap á ársrekstri Söludeildar, ska! jafna það tap úr varasjóði hennar, meðan hann vinst tii, sbr. 15. gr. 19. gr. Verði Söludeildin lögð niður, eða þær breytingar gerðar á skipulagi K. Þ., að hún hætti að hafa sérstakan fjárhag, skal skifta varasjóði hennar milli félagsmanna, eftir eignum þeirra í stofnsjóðnum. 20. gr. Breytingum á reglugerð þessari má eigi ráða til lykta, nema á aðalfundi K. Þ. og hafi þær áður verið bornar undir deilda- fundi. Tillögur um afnám Söludeildar skulu sæta sömu meðferð, sem breytingar á lögum K. Þ. 2

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.