Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 32
34
það áreiðanlegt, að sú átylla er nú með öllu hrunin og horf-
in. Vextirnir eru og hafa ætíð verið hinir sömu af báðum
sjóðeignunum, en útborgun vaxtanna einmitt greiðari af stofn-
sjóði Söludeildar og nú eru útborganir stofnfjárins sjálfs háð-
ar aleg sömu reglum í báðum sjóðuríum, En sá er munur á
þessum tveimur stofnsjóðum, að stofneignir félagsmanna í K. Þ.
geta aldrei fengið meira verðgildi en nafnverð sitt, en stofnfé
Söludeildarinnar getur orðið langt um meira virði en nafn-
verði þess nemur, því eignirnar, sem féð stendur í, hafa stöð-
ugt vaxið örara að verðgildi en stofnféð sjálft og er vonandi
að þær geri það eigi síður framvegis, eins og efnahag Sölu-
deildar og tryggingum nú er komið. Það er því síður en svo,
að ógróðavænlegra eða óvissara sé, að eiga fé í stofnsjóði
Söludeildar en í öðrum sjóðum K. Þ., heldur þvert á móti.
Væri Söludeildin hlutafyrirtæki og stofnféð, sem félagsmenn
nú eiga í henni, vanalegt hlutafé (aktíur), þá er víst, að verð-
gildi hlutabréfanna væri nú talsvert ofan við nafnverð þeirra.
Það værí því eins mikil ástæða til þess, að félagsmenn héldu
Söludeildarstofnfé sínu í hærra verði en nafnverði, eins og
hins, að láta það fyrir lægra verð. Að minsta kosti ættu menn
að vera fastheldnir á þessum eignum sínum, því einmitt þetta
eðli þeirra, að geta hækkað að verðgildi fram yfir nafnverð,
stofnar þeim í sömu hættuna, sem ætíð vofir yfir hlutafé (ak-
tíum), þá hættu, að safnast á fáar hendur, þeirra manna hend-
ur, sem >spekúlera« í verðhækkuninni, og setja um að draga
hækkandi stofnfé úr höndum fjöldans, eins og nú hefir sýnt
sig í E. I. Væri þá illa farið, ef kæruleysi almennings í K. Þ.
um þessar stofneignir, yrði til þéss, að þegar minnst varði, yrði
Söludeildin orðin eign fárra spekúlanta, sem svo réðu þar
lögum og lofum (sbr. Oránufélag). Ekki veldur sá er varar!
Því miður er ekki hægt að birta hér skýrslu um stofnsjóð
Söludeildar, af því að ýmsu, er hann snertir, hefir ekki enn
orðið ráðið til fullra lykta.
B.J.