Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 12

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 12
14 6. gr. Framkvæmdarstjóri K. Þ. veitir vérslun Söludeildar forstöðu alla, samkvæmt skriflegum samningi, sem félagsstjórn gerir við hann, og sé þar tiltekið: a. að hann ábyrgist allar þær vörur, sem hónum eru fengn- ar í hendur, samkvæmt reikningi, er hann undirritar, og andvirði þeirra, jafnótt sem þær seljast; skal skýrt ákveð- ið, hvernig þeirri ábyrgð er fyrir komið. b. að hann reki enga aðra verslun, án leyfis fjelagsstjórnar- innar. c. að hann fullnægi að öllu leyti fyrirmælum reglugerðar þessarar. 6. gr. Félagsstjórn leggur verð á vörurnar um leið og hún af- hendir þær framkvæmdarstjóra og færir reikning um þær í sérstakar bækur, með undirskrift framkvæmdarstjóra og ein- hvers manns úr félagstjórninni, sem umboð hefir til þess. — Verðlaginu skal haga svo, að Söludeild hafi ætíð nokkurn hreinan ágóða af sölunni, að frádregnum öllum kostnaði. 7. gr. Framkvæmdarstjóri tekur sem borgun gegn Söludeilarvör- um, auk peninga, þann borgunareyri og borgunartryggingar, sem félagsstjórn ákveður og tekur gilt. Bókfærslu í Söludeild og fullnaðarreikningsskilum við hver árslok, skal haga eftir fyrirmælum félagsstjórnar. Heimilt er að selja utanfélagsmönnum vörur Söludeildar, með þeim takmörkunum, sem félagsstjórnin setur. • 8. gr. Allar vörúr Söludeildar skulu ávalt vera vátrygðar í áreið- anlegu brunabótafélagi. 9. gr. Á aðalfundi K. t*. skal kjósa tvo menn utan félagsstjórnar, til að vera gæslustjóra Söludeildar. Þá skal kjósa til tveggja

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.