Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 9

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Blaðsíða 9
11 ingarvott frá kaupfélagsmönnum fyrir vel unnið en frem- ur lágt launað starf á undanförnum árum.« 28. í sambandi við síðasta mál kom fram og var samþykkt svo feld yfirlýsing: »Fundurinn treystir því, að stjórn K. Þ. leiti eðlilegs samræmis um laun starfsmanna K. F*. og að launakjörin séu svo, að með þeim séu hæfir starfsmenn tryggðir til frambúðar.« 29. Kom fram og var samþykkt í einu hljóði þessi fundarályktun: ♦ Fundurinn ákveður, að úr kostnaðarsjóði K. P. sé greiddar 2500 kr. til hinna sunnlensku sveita, sem tjón hafa beðið af Kötlugosunum á næstl. hausti.« 30. Samþykkt í einu hljóði: »Fundurinn felur félags- stjórninni að leita fastlega eftir því, hvort stjórnarvalda- leyfi. geti fengist til þess, að ólæknisfróðir menn geti fengið kennslu og löggildingu til þess, að gera hina lögboðnu ketskoðun og stimplun við sláturhúsin. Enn- fremur felur hann félagsstjórninni að tryggja það með samningi fyrirfram, að eigi sé greitt meira fyrir ket- stimplunina en lög mæla.« 31. Samþykkt í einu hljóði: »Fundurinn heimilar félagsstjórninni að láta gera bráðabirgðaumbót á bryggju K. P. nú í sumar og felur henni að undirbúa fullkomna umbót á bryggjunni sem allra fyrst.« 32. Samþykkt: »Fundurinn telur nauðsynlegt, að mat- vöruúthlutun geti á þessu ári að nokkru leyti komist á fyrir uppdeildir K. P. við sláturhúsið í Reykjadal, og felur félagsstjórninni að annast um framkvæmd þess, eftir því sem hún sér fært með tilliti ti! pantana deild- anna. Kostnaður við flutning varanna leggst á þær. Jafnframt felur hann henni að byggja þar skýli yfir hesta, sem fyrst um sinn geti að einhverju leyti notast til vörugeymslu. Ennfremur felur fundurinn félagsstjórn- inni að leggja fyrir næsta aðalfund K. P. álit um, hvernig haga skuli flutningum, geymslu og afhendingu

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.