Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Blaðsíða 22
24
Eignamegin:
Fasteignir félagsins hafa hækkað um . kr. 49000 00
Verðbréfin hafa hækkað um . . . . — 130 00
Vörubirgðir útl. og innl. hafa lækkað um — 137277 08
Útistandandi skuldir hækkað um . . — 232586 50
Aður ótalin eign, stofnsjóður í S. I. S, — 26020 66
Peningar í sjóði hækkað um ... — 5570 13
Skuldamegin:
Eign sameignarsjóðanna í K. P. hefir
hækkað um...........................kr. 1671 05
Eign séreignarsjóðanna er talin lægri um — 5999 08
Skuldir við banka og víxlar hafa hækk-
að um................................— 29226 40
Skuldir við deildir og félagsm. lækkað um — 51262 45
Skuldir við S.Í.S. og aðra viðskiftamenn
hækkað um ...........................- 241213 53
Öll upphæð fjárhagsreikningsins hefir
hækkað um ............................— 180237 94
Við þennan samanburð er margt að athuga, til þess að
að hann verði fullkomlega skiljanlegur.
Fasteignir félagsins, sem hafa hækkað allmikið í verði,
frá því sem talið var á síðasta fjárhagsyfirliti, hafa verið
virtar að nýju, en aðalhækkunin er fólgin í hinu nýja ból-
virki í fjörunni fram undan húsum félagsins, enda er það
mikilsverð umbót á fasteignunum. Vafalaust væri hægt að
selja allar eignir félagsins í Húsavík við hærra verði en
þær eru virtar, og þó er hér sett á þær talsvert hærra
verð en eftir hinu löggilta fasteignamati. Áhöld félagsins
og annað lausafé er sérstaklega lágt virt.
Hin mikla lækkun vörubirgðanna sýnir nokkra sparnað-
arviðleitni, en þó hefir félagið aldrei skort þær vörur,
sem til verulegra nauðsynja mega teljast.
Hækkun útistandandi skulda er auðvitað aðallega hjá
deildunum, en að öðru leyti ber reikningurinn sjálfur nieð
sér, gleggra en áður, hvar skuldirnar standa.
Stofnsjóður K. F*. í S. í. S. hefir ekki fyr en nú verið