Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Blaðsíða 33
35
Athugasemdir:
Á þessum reikningi hafa á árinu orðið þessar breytingar:
Tekjur sparisjóðsins hafa vaxið um . . kr. 1539 55.
Reksturskostnaðurinn hefir staðið í stað.
Utborgan v^xta hafa hækkað um . . — 1267 61
Tekjur viðlagasjóðsins hafa hækkað um — 274 14
Efnahagur sparisjóðsins hefir því farið batnandi, þótt
minna af vöxtunum hafi verið lagt við innstæðurnar en
að undanförnu.
Pessir ársreikningar sparisjóðsins sýna, að það er bæði
auðvelt og mjög kostnaðarh'tið að reka svona lagaða spari-
sjóðsstarfsemi í kaupféiagi, og með sameiginlegri stjórn.
Stjórn og umsjón sjóðsins er mjög lítill viðauki við störf
formanns og framkvæmdarstjóra félagsins, því verkahringur
sparisjóðsins nær ekkert út fyrir verkahring félagsins. For-
maður félagsins þekkir hvern einasta viðskiftamann sjóðsins,
bæði innstæðueigendur og lántakendur, þvf alt eru það
félagsmenn, og hann er kunnugur efnahag þeirra og ástæð-
um. Hann þekkir manna best allar ástæður félagsheildarJ
innar, og sér því, hvernig fénu verður best varið eftir at-
vikum á hverjum tíma, hvort heppilegra og hagfeldara sé,
að ávaxta það í rekstursfé félagsins eða lána það einstakl-
ingum.
Það léttir líka framkvæmdarstfóra á margan hátt sitt erf-
iða og vandasama starf, að hafa umráð á þessu staVfsfé,
og gerir honum mögulegt bæði að stuðla að þörfum fram
kvæmdum innan félagsms os: að hjálpa félagsmönnum út
úr hjálíðandi fjárþröng. Margra ára reynsla K. R. hefir
fyllilega sannað þetta svo að ekki verður á móti mælt
með nokkrum rökum.
Með því fyrirkomulagi, sem nú er á sparisjóði K. P\,
kemur það aldrei fyrir, að nokkur innlögð upphæð þurfi
degi lengur að vera vaxlalaus, því sé hún ekki þegar lán-
uð út, rennur hún samstundis í veltufé K. I5. og ávaxtast