Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Blaðsíða 30

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Blaðsíða 30
3^ dæmt, að hve miklu leyti það kann að hafa dregið úr viðskiftunum við hana, að minsta kosti af hálfu utanfélags- manna; en víst er um það, að mikið hvarf úr búðum kaupmanna af glingri og glæsivörum, hversu mikinn þátt sem kaupfélagsmenn kunna að hafa átt í því. En það er víst og áreiðanlegt, að ef Söludeildinni hefði verið stjórnað og hún rekin eftir sömu reglum sem kaup- menn reka sínar verslanir, þ. e. að ekkert tillit hefði verið tekið til hins almenna fjárhagsástands, eða hinna virki- legu og óhjákvæmilegu þarfa almennings, heldur einungis fluttar inn þær vörur, sem mest hagnaðarvon var af að selja, og almennings með því freistað til sem mestra kaupa, þá mundi Söludeildin hafa getað grætt fé handa sjálfri sér, líkt og hin undanförnu ár, þótt fjárheimtur allar séu nú mikið torveldari en vanalega. Petta sýnir hinn mikla eðlismun sem er á rekstri sölu- deildar í kaupfélagi og kaupmannaverslun, sem rekin er sem atvinna og gróðavegur einstakra manna, sem litla eða enga hvöt hafa til að líta á annað en það, að eig- endurnir fáí sem mestan arð af atvinnurekstrinum, en til- litslaust til hinnar sönnu viðskiftaþarfa og hagsmuna kaup- endanna, þ. e. almennings. í atvinnurekstri kaupmannsins er hin virkilega viðskiftaþörf eða nauðsyn almennings að- eins aukatriðin, sem hann verður að taka tillit til, svo að hann geti haldið viðskiftamönnum, og til þess að afla at- vinnurekstri sínum nauðsynlegra vinsælda. Hitt er aðalat- riðið að versla sem mest og með það, sem mestan ágóða gefur og minstan tilkostnað hefir í för með sér, hvort sem þess er virkilega þörf eða ekki. Kaupfélögin þar á móti hljóta eftir eðli sínu fyrst og fremst að líta á hinar sönnu þarfir félagsmanna og full- nægja þeim eftir efnum, enda eiga allir félagsmenn at- kvæði um það með pöntun sinni. Kaupfélagsmenn fá því sínum virkilegu þörfum fullnægt í félagi sínu, bæði með pöntun sinni og hjá Söludeildinni, svo að kaupmenn þurfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.