Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1924, Page 37

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1924, Page 37
39 Athugasemdir. Þessar skýrslur um útflutning lifandi sauðfjár í K. Þ. árin 1923 og 1924 sýna raunar ótvírætt, hversu örvænt mál það er, að flytja út héðan lifandi sauðfé til slátrunar i Bretlandi þegar við komu pess þangað, meðan sauðfjáreigninni hér er háttað eins og nú er, að hún er því nær ekkert annað en mylkar ær, lömb og fáeinar veturgamlar gimbrar. Þegar Slimon byrjaði að flytja héðan lifandi sauðfé, rétt eftir 1870, var sauðfé það, sem hann keypti hér, alið i Bretlandi í 2—6 mánuði, og stunduin alt að pvi árlangt, áður en pvi var slátrað par. En samt keypti Slimon hér nauðugur nokkuð annað en 2ja—3ja vetra sauði. Ær keypti hann ekki nema hann væri neyddur til pess, til að fá skip sín full-hlaðin. Sama regla gilti og á fyrstu útflutningsárum K. Þ. Féð var selt ensk- um bændum, sem höfðu pað fyrir atvinnu, að ala sauðfé handa sláturhúsunum, bæði petta íslenska fé og fé úr harðbalasveit- um Skotlands og Englands. Og þessir inenn töldu pað altaf neyðarúrræði að taka annað fé til eldis en sauði, og helst pá, sem pyrftu litlu við sig að bæta. En þegar Bretar, 1896, bönnuðu með lögum innflutning Iifandi sauðfjár nema til slátrunar strax í sóttkví, og sölu beint til sláturhúsanna, hertu kaupendurnir enn á kröfunum um teg- undir og vænleik sauðfjárins, eins og vænta mátti. Var pá fyrst talið, að varla gæti til mála komið að senda á slikan inarkað annað en góða 2ja—4ra vetra sauði. Og pó seinna slæddist enn nokkuð með af bestu geidum ám og veturgöml- um sauðum, pá var pað altaf talið neyðarúrræði, og uitiboðs- maður K. Þ. í Englandi hélt pví stöðugt fram, að pað borgaði sig ekki af pví, að pað feldi fjárfarminn í heild i verði og spilti áliti íslensks kjöts á markaðinum. Nú er markaðurinn i Bretlandi að pessu leyti alveg óbreytt- ur enn pann dag i dag, og getur pá hver maður, sem petta veit eða vill vita pað og skilja, sjálfur séð, að pað er engin von, að Bretar bjóði viðunandi verð í fjárfarma eins og þá, sem peim hafa verið boðnir héðan nú, á hinum siðustu og

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.