Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Side 2
4
menn í varastjórn. Stjórnarmenn má endurkjósa, í stjórn-
inni er formaöur, ritari og gjaldkeri, og skiftir hún með
sér störfum svo og meö varastjórninni. Sérhver sá, sem
er meðlimur i búnaöarfélagi innan Sambandsins, er skyld-
ur aö taka við kosningu í stjórn eöa varastjórn 3 ár i
senn.
Stjórnin annast allar framkvæmdir Sambandsins funda
á milli, kveður til funda, veitir móttöku tillögum og
styrktarfé, ber ábyrgð á hvorutveggja og gerir reiknings-
skil fyrir aðalfund.
4- gr.
Málefni félagins eru rædd og ráðin til lykta á full-
trúafundum, og ræður þar afl atkvæða úrslitum mála.
Stjórnarnefndarmaður hefur því að eins atkvæðisrétt, að
hann sé jafnframt fulltrúi. Fulltrúamir eru kosnir af
hreppabúnaðarfélögum, einn fyrir hverja tíu meðlimi, eða
færri. Aukameðlimir hafa málfrelsi á fundum en eigi at-
kvæðisrétt. Aðalfundur skal haldinn að vorinu ár hvert.
Til aukafunda kveður stjórnin, er henni þykir nauðsyn
á, eða þá er fulltrúa æskir þess.
Aðalfundur kýs stjórn félagsins og yarastjórn, sbr. 3.
gr., svo og tvo endurskoðunarmenn, til 1 árs i senn, úr-
skurðar reikninga þess og tekur ákvarðanir um mál þau,
er Sambandið varða.
5- gr.
Búnaðarfélög þau, sem í Sambandinu eru, greiða
í Sambandssjóð á ári hverju, eina krónu af hverjum
félagsmanni. Aukameðlimir greiða tveggja króna árs-