Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 7

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 7
 Skýrsla um störf Búnaðarsambands Austurlands frá 29. júní 1916, til 27. júní 1917. 1. Um starfsemi í gróðrarstöð Sambandsins vísast til skýrslu ráðunauts um hana. Leggst skýrsla hans fram sem fylgiskjal hér með. 2. Hrútasýningum þeim á Fljótsdalshéraði, sem um ræðir í tölul. 2, 2. málsgrein stjórnarskýrslu 1916, var frestað til komandi hausts. Orsök frestunarinnar var sú, að haustið 1916 gat Sambandið ekki fengið fjár- ræktarmann Jón H. Þorbergsson til þess að koma á sýningarnar til leiðbeininga, eins og til var ætlast. Hann Lundinn öðrum störfum á þeim tíma. En jafnframt því, að tilkynna Sambandinu þetta, veitti Búnaðarfélag ís- lands ádrátt um, að Sambandið fengi nefndan fjárrækt- armann til sýninga haustið 1917, ef þeim gæti orðið frest- að þangað til. Þetta afréð því stjórnin, og jafnframt að stofna þá til sýninga á öllu Sambandssvæðinu á kom- anda hausti, meðfram með hliðsjón af því, að ekki eru líkindi til, að kostur verði því framvegis að fá hr. Jón H. Þorbergsson hingað austur. Til þessara sýninga hefir nú verið stofnað og þær boðnar í alla hreppa á sambandssvæðinu. 27 sýningar í 30 hreppa -þ Seyðisfjarðarkaupst.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.