Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 10

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 10
12 arnar, og eiga þær að byrja nú um mánaSamótin eða snemma í júlí. 11. Safnað var skýrslum um grasbýli og smábýli 1916 í sömu hreppum, sem mæld voru tún í, eins og ætlað var, og getið er i stjórnarskýrslu 1916, tölul. 13. 12. Ekki var viðlit að byrja fræræktartilraunir við gróðrarstöð Sambandsins á þessu kulda- og gróðurleysis- vori, sem nú hefir verið. Og það því síður, sem starf- semin við stöðina að öðru leyti verður að liggja niðri í sumar, að nokkurri gras- og matjurtarækt fráskilinni, Gg að við hana verður, þar af leiðandi, ekki fastur maður. Starfateppan í stöðinni stafar frá flutningateppunni sið- astliðinn vetur og vor, og þar af leiðandi skorti á áburði, sáðkorni o. fl. 13. Svarðleitir fóru fram sumarið 1916 í Fáskrúðs- firði og Vopnafirði, framkvæmdar af svarðleitarmanni Sambandsins, hr. Þorkeli Jónssyni búfræðingi og bónda á Fljótsbakka. Var leitað á 14 bæjum í Fáskrúðsfirði •og 17 í Vopnafirði. Mór fanst á 30 bæjum, víðast mikill •og góður, samkvæmt skýrslu Þorkels, sem fundarmenn geta kynt sér, ef vill. Varð því árangurinn mikill. og einkum dýrmætur á þessum tímum. 14. Stjórnarfundir hafa verið haldnir 4 á árinu. 15. Fjárhagur Sambandsins við síðustu áramót var þannig, að það átti tekjuafgang til n. á. kr. 2003.83 .Þó var þar frá að draga ógreitt geymslufé — 210.00 Hreinn tekjuafgangur því kr. 1793.83

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.