Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 15

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 15
17 Skýrsla um störf ráðunauts Búnaðarsambands Austurlands árið 1916. Árið sem leiö hefir ekki verið neitt sérlegt viðburðaár í starfsemi Sambandsins. Tilraunastarfsemin hefir verið mikið lömuð. og ekki nein tök á, að koma gróðurtilraun- um í viðunanlegt horf. Arangurslitil er og sú vinna, sem gengur til að prýða tilraunastöðina, meðan ekki eru föng á að bæta girðinguna kringum þann part hennar, svo að fénaður gangi ekki inn um hana, hvar sem vera vill, á vetrum, fyrir skefli, og eyðileggi það, sem gert hefir verið að sumrinu á undan, eða vaxið hefir áður. Hinir síðustu snjómiklu vetrar hafa verið til mikils tjóns í þessu efni. En þetta verður hægt að laga án mikils auka- kostnaðar að stríðinu loknu. Pantanir hafa verið með minna móti af ýmsu, einkum verkfærum. Kemur það eðlilega til af siglingateppu og öbrum óhaglegum viðskiftum. Mest hefir verið pantað af jrví, sem hægt var að fá innanlands, enda vinn eg að því eftir föngum, að fá svo mikið keypt í landinu sjálfu, sem unt er með nokkru móti. Það er mín skoðun. að við eigum undir öllum kringumstæðum að kaupa vörur í landinu sjálf'u, sem J)ar eru unnar, þótt ekki sé um neinn beinan hag að ræða. Á þann einn veg getum við stutt að innlendri framleiðslu í stórum stíl; en J)á fyrst getur 2

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.