Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 25
27
Skýrsla
um kynbótabúið á Rangá frá i. nóvember 1916,
til 31. október 1917.
Umliðið starfsár hefir ekki haft neitt nýtt í för með
sér í starfsemi kynbótabúsins. Ærfjöldinn hefir verið
mestur þetta starfsár, eða samtals 52. á móti 44 síðast-
liðið ár. Hrútatalan hefir verið sú sama og að undan-
förnu, og engum nýjum hefir verið bætt við.
Á árinu var pantaður hrútur norðan úr Þingeyjar-
sýslu frá herra Hallgrími Þobergssyni. en hann kom ekki.
Siðan hefir verið pantaður hrútur frá Eiríki bónda Sig-
fússyni á Skjöldólfsstöðum, sem að allra dómi á mjög
vænt fé. Taldi ráðunautur Jón Þorbergsson að þar hefði
hann séð einna fallegastan hrút hér á landi. Meðaljtungi
á innleggslömbum hans var mjög hár síðastl. haust og
ávalt áður. Tilgangurinn er, að leggja nú kapp á að auka
stærðina sem mest. Hingað til hefir verið lögð aöaláhersl-
an á samræmi, og má nú telja, að ærstofninn sé orðinn
sæmilegur að, því leyti.
Það má teljast mikill kostur á hrútum frá Skjöldólfs-
stöðum, að þeir eru af sama kyni og fjárstofninn á
Rangá. Og einnig má telja líklegt. að }>ar sé nú Möðru-
dalsféð einna best orðið hér á Austurlandi. Frá mínu
sjónarmiði er það mikill kostur á kynbótabúi okkar,