Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 37
Dm vinnnhjúaverðlaun.
Frá því landið bygðist, hefir vinnuhjúastéttin verið
fjölmenn. Fyrst í lok nítjándu aldarinnar fer lausafólki
að fjölga að mun. Ekki skal neitt reynt að varpa illu að
þessari ungu starfstétt, en hitt er oss ljóst, að miklu máli
skiftir það fyrir hvert heimili að hafa ráð á fólki, sem
er vel kunnugt öllum heimilishögum. Fólki, sem er orðið
svo heimilisvant að það þekkir þá stefnu og þann anda,
sem ráðandi er. Fólk, sem dvelur lengi á sama stað, eða
vinnur sarna verk, grær við verkið eða staðinn, og búi
nokkur þrifnaðarandi í því, fer það að láta sér ant um
hag heimilisins og starfseminnar í heild sinni. Þetta virð-
ist vera svo stór kostur, að eitthvað sé gerandi til að
festa fólk við sama staðinn um lengri tima.
Eins og nú hagar til, skiftir fólk nokkuð þétt um
vistir; mun margt vera þess valdandi, meðal annars
hringlandaskapur og hugsunarleysi, sem skolar fólkinu
til og frá. Það virðist ekki vera til neins sérstaks að
vinna, þótt dvalið sé nokkru lengur í sama stað. Hér á
landi er svo auðvelt að fá vinnu, að enginn þarf að
ómaka sig með útvegun meðmæla. Vinnuveitendur gleypa
fegins hendi við hvaða vandræða görmum sem vera vill.