Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Qupperneq 42
44
UpphæS sú, sem greiða þyrfti fyrir hverja jörö, má
teljast hverfandi lítil; og getur engan bónda munaS um,
að leggja þessa litlu fjárupphæð fram. Sem betur fer,
er efnahagur landsmanna það vel á veg kominn. Menn
verða vel að veita því athygli, að ekki skal greiða nema
eitt skifti fyrir hverja jörð, og gildir einu hver það
gerir. Miklar sjóðseignir, er styðja ýms fyrirtæki, eru
hverri þjóð mikill styrkur. Getur framtakssemi einnar
kynslóðar, þótt lítil byrði fylgi, oft orðið komandi kyn-
slóðum ti? hinnar mestu blessunar; og það margfalt meiri
en við mætti búast, eftir framlagi hvers eins.
Telji menn dygga, vel vinnandi og prúða starfsmenn
nokkurs virði fyrir þjóðina, og finni menn hins vegar,
að á skorti í þessu efni, er ekki annað ráð líklegra né
betra, en að örfa framtakssemi hvers eins. Öllum fram-
förum mun best farnast, sem sprottnar eru af innri hvöt
og eiga rætur sínar í hinu betra mannseðlinu, því er ráð
að styrkja það, sem líklegt er til umbóta í þeim efnum.
Aðalfundur Búnaðarsambandsins 1917 fól stjórn þess
að athuga hina framkomnu tillögu urn stofnun verðlauna-
sjóðs vinnuhjúa. Vér sáum engan veg greiðari, til þess
að kynna mönnum tillöguna og vinna henni fylgi, en
að geta hennar í ársriti Sambandsins. Árangur athug-
ana vorra birtist þá í framanrituðum línum. Og þeim
fylgir sú ósk, að allur þorri jarða á Austurlandi verði
sem fyrst hluteigandi í hinum væntaelga sjóði — og sú
* yfirlýsing, að vér telium málefnið vænlegt til þjóðþrifa
á sínu sviði.