Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 49
lippíýsingar. Ekki viröist þeim veröa viökomiö nema því
aö eins, aö öfíug félög standi þar aö baki.
Annaö aðal-ráöiö til aö auka framleiðsluna, er þaö, aö
landbúnaðurinn eigi kost á sem ódýrustu og hagkvæm-
ustu veltufé, er hann geti variö til framleiðsluauka. í
því efni geta einstakir menn ekki miklu á orkað, enda
líta margir svo á, að hér eigi landsstjórnin aö hlaupa
undir bagga og stofna banka. Ekki er því aö neita, aö
bankarnir eru til mikils gagns fyrir framkvæmdir og
viöskiftalif, en því er nú einu sinni svo varið, að þeir
reynast ekki hagkvæmar lánsstofnanir fyrir landbúnaö-
inn. Starfsemi þeirra færist ávalt meira og meira í það
horf aö veita stutt og fremur dýr lán — víxillán —. Slík
lán eru óheppileg fyrir bændur, sem þurfa aö fá löng lán
og ódýr. Af þessari ástæðu hefir borið meira og meira
að þeim brunni, að bændur hafa myndaö sérstök félög
til aö afla sér starfsfjár, sem var við þeirra hæfi. Þetta
hefir verið gert meö ýmsu móti, en ekki skal farið neitt
nánar út í það nú í þetta sinn. Að eins skal bent á þaö,
að hér stendur efnalitli maðurinn ver að vígi, ef hann á
að vera einn síns liðs, en ef hann er í félagi við aðra,
og að efnamanninum getur lika hitnað ónotalega af ó-
hagkvæmum lánskjörum.
Það er mikilsvert, að geta aukið framleiðsluna sem
mest, en það er ekki minna vert, að geta dregið úr fram-
leiðslukostnaðinum.þar sem líkt stendur á og hér. Bændur
berjast við mikinn vinnuskort og geta tæplega haldið
hinum litlu búum sínum óskertum. Ráðið til að bæta úr
vinnueklunni er að nota meira af 'stærri verkfærum en
gert er. Þau eru flest nokkuð dýr, einkum ef menn ætla
4*