Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 51

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 51
53 aðinum, t. d. gildir þetta um verkun á kjöti og smjöri. Fjöldinn af bændum, sem eru smáeignamenn, geta hreint og beint ekki verkað þessar vörur hver fyrir sig svo í lagi sé. Er því ekki annað ráð fyrir hendi en að slá sér saman í félag til að koma þessu í betra horf. Enginn mun neita því, að öll örfunar og upplýsingar- starfsemi er óhugsandi í framkvæmdinni án félagsskapar. Er óþarft að færa sérstök rök fyrir því. Hér að framan hefir verið bent á nokkur dærni, tekin af handahófi, er sýna, að bændur standa betur að vígi í framfarabaráttunni, ef þeir taka höndutn saman, en ef þeir vinna sinn i hvoru lagi. Og að þeir sem eru ver settir í lífsbaráttunni eiga mjög erfitt uppdráttar án samtaka. Ef við viðurkennum, að markið eigi að vera sem heilbrigðast, hollast og farsælast lífi hvers ein- staklings, þá verður ekki annað séð, en að búnaðarfélags- skapurinn eigi fullkominn tilverurétt, og að framtíðar- vonirnar urn framför í búnaði séu bundnar við það, að hann þekki sína köllun á hverjum tíma, og sé henni trúr. í annan stað hefir verið bent á, hverjar aðalstefnur búnaðarfélagsskapurinn ætti að hafa, og á hvaða sviðum aðalverkefni hann liggur. Hér verður ekki farið frekar út í sum af þessurn atriðum, eða talað urn starfsemi ýmsra þeirra félaga, er hafa sum af þessum verkefnum með höndum, t. d. hross- og nautgriparæktunarfélög, srnjör- bú, sláturfélög, eða jafnvel kaupfélög, sem öll starfa að meira og minna leyti að þeim markmiðum, sem áður hafa verið nefnd. Skal eg nú sérstaklega snúa máli mínu að þeim félagsskap sem búnaðarfélög nefnast. Eitt af því fyrsta, sem gert var hér á landi til að efla

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.