Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 56

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 56
58 því að búnaðarfélag fengi nokkurn oþinberan styrk var það, að ákveðin lágmarksvinna væri franrkvæmd hjá hverjum meðlim. Svo voru önnur atriði, er alstaðar gátu átt við, svo sem að senda skýrslur og reikninga o. s. frv. Búnaðárfélögin hafa aðallega unnið að því, að auka framleiðsluna í jarðræktinni. Einnig hafa þau unnið að nokkuð að því, að draga úr framleiðslukostnaðinum með sameign á stórum verkfærunr. En sá galli hefir fylgt sameigninni á verkfærum, að oft hefir meðferð þeirra verið hin versta, sem komið hefir af vanþekkingu og al- mennu skeytingarleysi. Ekki nrun það enn þá vera títt, að búnaðarfélögin hafi hestabrúkun sameiginlega. Nú verður sú spurning fyrir okkur, hvort búnaðar- félögin hafi gert nokkurt verulegt gagn á þessum þrenr aldarfjórðungunr, sem þau hafa verið til í landinu. Ekki getur verið neinum blöðum um það að fletta, þrátt fyrir þá galla, er á þeim hafa verið. Taki maður t. d. meðal- dagsverkatölu þá, senr unnin var árið 1910 hjá nreðlinrum búnaðarfélaganna og hjá hinunr, senr ekki voru í bún- 'aðarfélagi, verður útkonran þannig: 43 % af öllum bændum landsins voru i búnaðarfél. og unnu að meðaltali 41 dagsverk. 57% af öllum bændum landsins voru ekki í búnaðarfél. og unnu að meðaltali 7 dagsverk. Munurinn er mikill. En þess skal líka getið, að þetta ár er unnið meira í búnaðarfélögum en nokkurt ár á undan. Og til samanburðar má geta þess, að árið 1893—

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.