Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 61

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 61
aí starisemi búnaðarfélaganna, og í rauninni ekki haít neina hönd í bagga meb starfsemi þeirra. Tilgangurinn viröist þó vera í eöli sinu alt annar. Eg held, aö þaö væri stigið spor í áttina til fastari samvinnu, með því að láta allar skýrslur um búnaðarmál ganga í gegn urn samböndin, og ef til vill Búnaðarfélag íslands, áður en þær færu til hagstofunnar. Það hefir áður verið minst á festuleysi búnaðarfélag- anna. Þetta kann nú að þykja nokkuð skrítið, þegar þau hafa fæst starfað nema að einu máli. En þau hafa líka stundum gíeymt að starfa að þessu eina máli sínu. Þetta var samt ekki aðalatriðið fyrir mér í þessu sambandi, heldur hitt, að eg hygg, að mikið ósamræmi sé í lögum búnaðarfélaganna, en það virðist mér bæði óhyggilegt og óþarft. Mér virðist, að meiri festa kæmi í starfsemi þeirra, ef þau ynnu eftir svipuðum lögum öll, og sjálf- sagt væri, að koma þessu í kring innan hvers sambands. verði einhver breyting á starfsháttum búnaðarfélaganna; og hún hlýtur að verða innan skams. Það er óhugsandi að fjöldinn af þeim geti haldið áfram að morra eins og þau gera. Það eru nokkur atriði sem mér virtust að ætti að vera í lögum allra búnaðarfélaga, ef svo færi, að þau yrðu öll að vera í einhverju sambandi, og enda hvort sem væri. Þessi eru hin helztu, er eg vildi benda á: 1. Að félögin hefðu öll jafnhátt meðlimagjald. Helzt ekki minna en kr. 5.00 af hverjum félaga. 2. Að hvert félag legði fyrst um sinn alt að 15% af föstum tillögum sínum og styrkjum í sjóð. Um gjafir

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.