Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Qupperneq 63
65
ilpphafi, heldur hafa þau verið hliðstæS við smábúnaðaf-
félögin, og tekiö upp á sínar herðar nokkuö af þeim störf-
um, sem þau gátu ekki ráöiö við. Þetta sjálfstæði sam-
bandanna hefir ef til vill leitt til þess, aö búnaðarfélögin
hafa varpað allri sinni áhyggju upp á samböndin og
dregið sig í hlé. Þeim hefir ekki verið fyllilega ljóst,
að þau væru liður í heildinni, enda er það afsakanlegt,
eins og fyrirkomulagið hefir verið. Sambandsfyrirkomu-
lagið er víst alstaðar þannig, að ekki er nein glögg verka-
skifting á milli þeirra og hreppabúnaðarfélaganna.
Sum af þessum stærri búnaðarfélögum eða samböndum,
sem eg vil kalla, hafa eingöngu jarðyrkjustörf með hönd-
um, verkfærapantanir o. fl., en önnur hafa einnig önnur
búnaðarmál. Er sú regla gildandi fyrir öll hin eiginlegu
sambönd.
Eins og stendur, er aðalstarf sambandanna leiðbein-
ingar og örfanir, gróðurtilraunir ýmis konar, aðstoð við
erfiðari jarðyrkjufyrirtæki, sýningar o. fl.
Mörg af þessum störfum eru þannig í eðli sínu, að
búnaðarfélögin geta alls ekki við þau ráðið, en þó má
ekki án þeirra vera, þannig er t. d. um gróðurtilraunir
og ráðunautsstörf öll, og sýningar, að minsta kosti hinar
stærri. Enn sem komið er, ber meira á þessari starfsemi,
en hinni eiginlegu samstillingu í störfum búnaðarfélag-
anna, það er eins og það sé sitt hvað búnaðarsamband og
búnaðarfélag.
Fyrir utan þessi störf sin ættu samböndin, með að-
stoð Búnaðarfélags íslands, að vinna að breytingu á
búnaðarfélögunum, í líka stefnu og bent hefir verið á
hér að framan. Svo geta þau tekið að sér forustu í ýms-
5