Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Side 64

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Side 64
66 um nýmælum, sem búnað varða og þýSingu hafa, annaS hvort fyrir það svæhi, er þau búa á, eða landið í heild sinni. Get eg bent á verkefni, er víða, og eiginlega alstað- ar, er skamt á veg komið enn þá. Það er alt er lítur að vöruvöndun á búnaðarafurðum. Landsstjórnin hefir gert nokkuð, og hún verður ávalt að láta sig málin skifta og veita þeim sinn stuðning og vernd. En hins vegar er það ósanngjarnt að ætla stjórninni að koma fram með öll nýmæli. Þó þau séu vel meint og vel hugsuð, er ekki víst að þau komi að tilætluðum notum; þau vantar ef til vill rætur i huga og hjarta almennings. Mér finst okkur oft hætta við, að stóla upp á náð og landsföður- lega vernd stjórnarinnar og vænta alls af henni. Þetta er óefað leifar frá einvaldstímanum, og eru þær alls ekki óskiljanlegar. Það er hreint og beint skylda samband- anna að vera brautryðjendur og styðjendur allra þeirra stærri fyrirtækja er varða þeirra svæði og landið i heild sinni. Þá ættu samböndin að verða fastara tengd við Bún- aðarfélag íslands en nú er. Þau eiga að vinna að út- breiðslu þeirra hugmynda, er þar koma fram, og styðja það í framkvæmd og undirbúningi margra mála, er það hefir með höndum. Þá skal loks að endingu farið nokkrum orðum um Bún- aðarfélag fslands. Samkvæmt lögum þess er tilgangurinn að efla land- búnað og aðra atvinnuvegi er standa í sambandi við hann. Búnaðarfélag fslands er sjálfstæð stofnun, sem samkvæmt lögum sínum og stofnun nær yfir alt land, og er ætlað að vinna hliðsætt við búnðarfélögin, án þess að störf og

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.