Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 68
Til athngunar.
Allar umsóknir til sambandsins eiga að vera komn-
ar til formanns stjórnarinnar fyrir lok janúarmán. ár
hvert. Slíkar umsóknir geta verið m. a.:
1. lím bændanámsskeið. Sambandssvæðinu er
skift í 4 námsskeiðasvæði: 1. Svæðið norðan Smjör-
vatnsheiðar. 2. Fljótsdalshérað, með aðliggjandi fjörð-
um. — Þetta svæði sækir námsskeið Eiðaskólans. —
3. Svæðið Fáskrúðsfjörður að Lónsheiði og 4. Austur-
Skaptafellssýsla. — Til þess að námsskeið komist á,
þarf svofeldan undirbúning:
Formenn búnaðarfélaga á svæðunum 1. 3. og 4.
grenslast eftir því, hver í sínu nágrenni, hvort áhugi er
á því, að námsskeið komist á. Þetta gera þeir að
haustinu, eða snemma vetrar það ár, sem námsskeiðið
ber upp á þeirra svæði (þriðja hvert ár). Sé námsskeiðs
óskað, útvega þeir húsnæði, með hita og lýsingu, á þeim
stað á svæðinu, sem stjórn Sambandsins hefir samþykt
annaðhvort í eitt skifti fyrir öll, eða það og það árið,
enda tryggja sér jafnframt að kostnaður við þetta verði
greiddur af hlutaðeigandi hreppum, eða annarsstaðar frá.
Auk þess útvega þeir innan héraðs helming fyrirlestra