Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Side 70
72
a8 ástæðulausu, að kvaitað er uudan að koma hrútum
yfir há og veglaus fjöll að haustlagi. Það var því ákveð-
ið á aðalfundi sambandsins sumarið 1915, að hrútasýn-
ingar yrðu eftirleiðis haldnar innan einstakra hreppa.
En þá jafnframt, að hreppasjóðir legðu fram þriðjung
verðlaunafjárins á móti 2/3 frá Sambandinu, auk þess,
sem þeir greiða annan kostnað við sýningarnar, eins og
undanfarið, ef nokkur verður.
Á sýningum skal flokka hrúta eftir aldri svo, að
veturgamlir hrútar séu í flokki, og tvævetrir og eldri í
öðrum. — Verðlaunin eru þrenn : Eyrir eldri flokk kr.
8,00, 5,00 og 3,00, og yngri flokk kr. 6,00, 4,00 og
2,00. Fyrir góða einstaklinga, sem þó ná ekki verðlan-
um, skal [gefa skriflega viðurkenningu (stj.f. 29/9 1913).
6. Um störf og leiðbeíningar ráðnnants (mæl-
ingar, áætlanír ofl.). Slíka aðstoð fá búnaðarfélög, sem í
Sambandinu eru, fyrir sig og einstaka meðlimi án end-
urgjalds; þó fæða hlutaðeigendur ráðunaut, meðan hann
starfar fyrir þá. Félög utan Samdandsins, og einstakir
menn utan búnaðarfélaga, fá og leiðbeiningar, ef því
verður við komið, þegar ráðunautur á leið um, eða
nálægt. En fyrir það greiðist 6 kr. þóknun um daginn
eða tiltölulega fyrir parta úr dögum. í umsóknum um
ráðunautinn skal tekið skýrt fram, hvers starfs er óskað
af honum, svo að vitað verði fyrir fram, hver áhöld
bann þarf að flytja með sér.
7. Hverskonar aðrar umsóknir eða málaleitanir til
Sambandsins, er menn kynnu að æskja.
Sambandið útvegar búnaðarfélögum, sem í því eru
allskonar jarðyrkjuáhöld og vinnuáhöld, tilbúinn áburð,