Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 72

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 72
74 beint eða óbeint. Sambandið styður hvers konar um- bóta- og franifara viðleitni í búnaðarmálum, sem því er ekki um megn, og það álítur, að stefni i rétta átt. Starfsemi þess hefir óneitanlega borið talsverða ávexti, vakið og komið á rekspöl ýmsu, er til umbóta og fram- fara horfir. En það óskar að tá tækifæri til að gjöra meira. Það getur að vísu ekki unnið beinlínis fyrir menn, en það getur unnið með þeini á ýmsan hátt. Það getur ekki gefið mönnum löngunina og áhugann á því að bæta eigin kjör sín og atvinnu, en það getur fremur hlynt að og stutt, þar sem eitthvað af þessu er fyrir. En til þess að geta þetta, þarf það að vita um óskir og áform rnanna — fá umsóknir og málaleitanir, og mundi öllu slíku vera sinnt eftir ýtrustu föngum, og við fyrsta tækifæri. Þessi athugunark&úi getur minnt á sitt hvað. Sambandið stofnar til bændanámskeiða. Þau eru ágæt- lega sótt og vinsæl. Og það er í sjálfu sér mjög ánægjulegt. En það heitir líka verðlaunum fyrir góða hirðingu búpenings og áburðar. Og þetta er lítið eða ekkert notað. Nú er það aðalstefna og verkefni nám- skeiðanna, að vekja menn til íhugunar og framkvæmda, til búnaðarbóta, og þau telja einmitt þetta tvent meðal þýðingarmestu atriða umbótanna. Hver ætlar þá að verða árangur námskeiðanna ? Heil, stór hreppafélög færast undan 15 kr. gjaldi til umbóta gripahirðingar á öllum þorra heimila sinna — því að þótt að eins 3—4 hirðar fái verðlaun að lyktum, þá mundu margir fleiri vanda sig, þegar þeirra er von, enda það eitt, að dæma skal sérstaklega um hirðinguna, hefir stór-bætandi áhrif — og einstakir menn vilja ekki vinna það fyrir allríf-

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.