Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Side 71

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Side 71
PÉTUR SIGURÐSSON: Sextándu og seytjándu aldar bækur íslenzkar Viðaukar og athugasemdir við Islandica IX, XIV og XXIX Síðan Halldór prófessor Herraannsson samdi skrár sínar um íslenzkar bækur á 16. og 17. öld hefur Landsbókasafn eignazt nokkur rit, sem ekki er þar getið; enn fremur eru í safninu smáprent, sem voru ekki aðgengileg, er Halldór Hermannsson vann að skránum. Fyrir skömmu var hafinn undirbúningur undir samningu íslenzkrar bókaskrár frá upphafi. og er ráð fyrir gert, að hún verði prentuð. Fyrirhugað er að skipta skránni í 2 deildir, og verði í fyrri deildinni bækur og smáprent frarn að árinu 1844, þegar Við- eyjarprentsmiðja var flutt til Reykjavíkur, en þá verða þáttaskil í bókaúgáfu hér á landi. Bókaeign Landsbókasafns er þannig komið fyrir, að öll eintök umfram eitt af hverri bók eru geymd sérstaklega. Það mátti því auðveldlega dyljast bókfræðingum, þótt þar væru eintök sömu útgáfu, sem að einhverju væru frábrugðin hvert öðru. Aður en vinna var hafin að bókaskránni, voru því allar bækur í safninu frá 16. og 17. öld fluttar í sér- stakt herbergi. Eg tók að mér að skrifa upp bókartitla frá þessum öldum og hafði ann- ars vegar hliðsjón af skránum í Islandica, en bar einnig saman eintök, ef fleiri voru en eitt af sömu bók, einkum titilblöð og niðurlag bóka. Kom þa í ljós, að meiri brögð voru að frávikum en áður var kunnugt. Hér á eftir verður greint frá ritum, sem hefur ekki áður verið lýst í Islandica, en þá koma viðaukar og athugasemdir við skrárnar þar. Það er m. a. í því skyni gert að vekja athygli bókamanna á því verki, sem nú er hafið í safninu og heita á þá til samstarfs, að það mætti verða sem bezt af hendi leyst. Væri óskandi, að þeir, sem eiga prentaðar bækur eða smáprent frá þessum öldum, vildu gefa mér kost á að athuga þær, ef vera mætti, að hér á landi væru enn til bækur, sem Landsbókasafn á ekki eða jafnvel hafa verið taldar glataðar með öllu. Fyrir það er aldrei hægt að synja, sbr. barnalærdóms- kver það, sem lýst verður hér á eftir. I [JÓNSSON, RUNÓLFUR o. fl.] Applausus Votivus I Nuptiis longé auspicatissimis | Viri Strenuissimi, Illustri generis prosapiá & insigni vir-jlutum heröicarum decore præstanlissimi, | Dn. Henrici j Bielcke,

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.