Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Page 75

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Page 75
SEXTÁNDU 0G SEYTJÁNDU ALDAR BÆKUR 15 3. (3)ab. Latínukvæði, 32 Ijóðlínur. Upphaf: Scilicet ut fixis alté radicibus hærens Arbor opaca comis, gelido contermina fonti Plurimis Excell: ipsius Beneficiis devinctus gratæ mentis contestandæ ergo gratulabundus applaudit Thorstenus Gerhardi Isl. Þorsteinn (1638—89) var sonur séra Geirs Markússonar, er síðast var prestur á Helgastöðum í Reykjadal. Skráður í stúdentatölu 1668, attestatus 1672, skólameistari á Hólum 1673—84 og síðan prestur í Laufási. 4. (3)b—(4)a. Latínukvæði, 44 ljóðlínur. Upphaf: Tandem fausta dies, resplendet ab æthere Celso Collustrans radiis, Orbis opaca suis. Fautori suo Magno, ætatem Colendo Ita devote applaudit Jonas Jonæus Isl. Jón Jónsson, f. um 1645, Bessasonar prests á Sauðanesi, sjá Bjarni Jónsson: Isl. Ilafnarstúdentar, nr. 108. Þar er talið, að hann muni hafa dáið ytra skömmu eftir þetta. 5. (4)b. Latínukvæði, 14 Ijóðlínur. Upphaf: Cum, certo moderans currentia tempora motu Chynthia lux, magni Oceani consurgit ab undis Ita gratulabundus applaudit Thorstenus Gunnerus Isl. Þorsteinn var sonur Gunnars prests Pálssonar á Gilsbakka, f. 1646, dó 1690. Hann var skrásettur 1671, fékk vitnisburffarbréf 1673, kirkjuprestur á Hólum 1676. Þegar Jón biskup Vigfússon settist aff stóli (1684), stóð séra Þorsteinn einna mest fyrir mótþróa presta gegn honum og fór utan með kærur á hendur biskupi. llann varð kirkjuprestur í Skálholti (1688) og prófastur í Árnesþingi. Séra Þorsteinn var hinn merkasti maffur og í kærleikum viff þá bræður, Gísla og Þórð biskupa; liann var skipaður af Þórði biskupi í nefnd, er skyldi semja lagabálk um andleg mál, og fékkst nokkuð við bókagerð, bæði fyrir Gísla biskup og Þórð biskup. Hann þýddi vikubænir, Ein nytsamleg bænabók, eftir Joh. Lassenius, pr. á Ilólum 1681, og Medulla Epistolica eftir Lucas Lossius, pr. í Skálholti 1690. Líkprédikun hans vfir Gísla biskupi Þorlákssyni var prentuð 1685, hið fyrsta slíkra rita hér á landi og síðasta bókin, sem prentuð var á Hólum, áður en prentsmiðjan var flutt í Skálholt. 6. (4)b—(5)a. Latínukvæði, 16 ljóðlínur. Upphaf: Omnipotens Dominus rerum cui summa potestas Veram Virtutem diligit atque colit, Ita animo integro, sed Musa infæcunda gratulatur Gissur Bernhardinus Isl:

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.