Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Síða 77

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Síða 77
SEXTÁNDU OG SEYTJÁNDUALDAR BÆKUR 77 Hallde Vallde heidre med, A haudre sudur Laada, Best aff flestum Blydan tied. Bioodest gledin Naada. Ita gratulabundus assurgit Haquinus Thorchillus Jsl. Hákonar Þorkelssonar er ekki getið í innritunarskrá háskólans. Varla getur verið um annan rnann að ræða en Hákon son Þorkels sýslumanns Guðmundssonar. Vatnsfjarðarannáll getur þess (Annálar Bmf. III, 156), að siglt hafi 1671 „Magnús Sigurðsson frá Skútastöðum (sbr. nr. 13 hér á eftir) og Hákon Þorkelsson til forlystingar“. Foreldrar Hákonar giftust 1647. Hákon dó 1680 (Smævir I, 562). 11. (6)a. Latínustef, 6 Ijóðlínur. Upphaf: Iam tibi Corde pio multum venerande Magister,... Gratulabundus ita posuit. Biörno Benedicti. Isl: Björn Benediktsson er skrásettur í háskólann í jan. 1669. Þetta mun sá hinn sami, er fór ntan 1671, og hefur hann þá brugðið sér heim frá náminu, en þess geta Vatnsfjarðarannáll og Eyrarannáll, að það sumar sigldi Björn Benediktsson frá Reynistað norður. Ilann var sonur Benedikts lögréttumanns Björnssonar í Bólstaðarhlíð, en þess er getið, að Benedikt hélt um hríð Reynistaðarklaustur (hefur það verið í umboði Árna lögmanns Oddssonar), og þar bjó hann um þessar mundir. Björn hvarf síðan úr Höfn, og er talið, að hann hafi farið til Hollands og borið þar beinin (fsl. æviskrár I, 206). Bjarni Jónsson (ísl. Hafnarstúdentar, bls. 38) telur Björn þann, er skrásettur var 1669, „sennilega" son Bene- dikts Pálssonar á Möðruvöllum, en hitt virðist öruggt. 12. (6)ab. Kvæði á þýzku, 24 ljóðlínur. Upphaf: So hat der Himmel uns den Freuden blick gegeben Wann wir nach Hertzens Wunsk. Ansehen itzt erheben Den, der da wahrlich ist des Vatterlandes Zier Der aller Tugendt sich beflissen fiir vnd fur,... Aus gebúhrender pflicht gesetzt von seinem gehorsamsten diener Gunder Gundersen. Ekkcrt nafn er þessu líkt í innritunarskrá háskólans á þeim árum. Varla er efamál, að þetta sé Guð- mundur Guðmundsson prests á IIjaltastöðum, sonar Jóns lærða Guðmundssonar. Um hann segir séra Vigfús Jónsson í Hítardal í ævisögu Hallgríms Péturssonar (sjá: Merkir íslendingar II, 29—30): Guðmundur, sonur síra Guðmundar Jóns-(lærða)sonar, skarpvitur gáfumaður og skáld gott, sem lengi þénti hennar majest. Sophiæ Amaliæ, Frederic III. gl. m. drottningu, fyrst fyrir laqvai, hvar af hann fékk það tilnafn hjá lönduni sínum, að hann var kallaður Guðmundur laqvai almennilega, og varð síðan hennar fógeti á Langalandi allt til hennar dauða anno 1685 og bjó þar eftir í Ditmerchen stutta stund og síðan í Glychstad í nágrenni við bróður konu sinnar, kgl. majest. proviant-forvalter í Glychstad, var anno 1686 farinn að snúa þeim (þ. e. Passíusálmunum) í þýzka sálma, sem næst hann kunni orðum og efni, sem hann sjálfur fortaldi mínum sál. föður í Glychstad þetta ár og sagði þeir væru þar í miklu afhaldi. En hvört Guðmundur hefur enzt til að fullkomna þetta sitt uppbyrjaða verk og hvað um það hefur liðið eftir það, er óvíst. — Líklegast, að það hafi með hönum liðið undir lok og ei til þrykkingar komizt, þó að fullgjört hafi verið, því Guðmundur var þá kominn í fátækt og hefir ei haft peninga til að kosta þeirra þrykkingu. Guðmundur lifði að sönnu 1688, en hvað lengur veit ég ei af að segja.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.