Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Síða 90

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Síða 90
90 JÓIIANN GUNNAR ÓLAFSSON Norðurlandi. Þó tókst með harðfylgi að komast til Sauðárkróks, en meðan skipið dvaldi þar ráðlagði skipstjórinn séra Matthí- asi fastlega að fara þar á land, því svo gæti eins vel snúizt, að skipið héldi sömu leið til baka, ef ísinn lónaði ekki frá landi. Séra Matthías fór að þessum ráðum og flutti allt sitt á land. Hélt hann síðan land- leiðina lil Akureyrar. Þá brosti Skagafjörð- ur ekki við þjóðskáldinu. í Söguköflum seg- ir hann: „I þeirri ferð þótti mér einna ömurlegast umhorfs, er við tjölduðum við Kotin í Norð- urárdal. NorSanherpingur var og kalt í tjöld- unum og yngstu hörnin hálf veik. Vakti ég og lét fólk í næsta kotinu mjalta þá einu kú, sem þar var, og færði börnunum dropann.“ Þetta var í þriðja sinn, sem séra Matthías kom í Skagafjörð. Fyrst kom hann þar sum- arið 1857. í Söguköflum segir hann á þessa lund frá þeirri ferð: „Um sumarið var ég með lausakaup- manni, Jóni, bróður Sigurðar í Flatey, og verzluðum við á Skagafirði, í Hofsósi og Sauðárkróki, sem þá (1857) var ekki byggð- ur. Fagur var þá Skagafjörður, svo að mér hló hugur í brjósti. Eitt laugardagskvöld, er ég hafði lítið sofið um vikuna, því að „ös“ var, reið ég til að skoða fjörðinn; komst að Framnesi, góðum bæ, um nóttina, og fannst þar sofandi á hlaðinu um morguninn, en reiðskjótinn í túninu. Konan vakti mig með kaffi og voru þá komin dagmál; fékk ég hin- ar heztu viðtökur og reið yfir á Langholt og um Sæmundarhlíð um daginn, og síðan út í Hofsós.“ Sumarið 1860 kom hann þar einnig með Sharpe kvekara og íslenzkaði tölur hans. Þá komu þeir að Flugumýri og víðar. Það var á skólaárum séra Matthíasar. Á Akureyri eignaðist séra Matthías bráð- lega vini og forn vináttubönd treystust. Egg- ert Laxdal kaupmaður varð meðal beztu vina hans og hjálparhella í hvívetna. I marzmánuði árið 1889 átti Eggert er- indi til SauSárkróks. BauS hann séra Matthí- asi að slást í förina með sér og þáði hann boðið. t ritum sínum eða bréfum mun séra Matthías hvergi minnast á þessa ferð, og ekki er hennar getið í LýS. Hins vegar ritaði hann árið áður ferðasögu í LýS, er hann fór skemmtiför um Þingeyjarsýslu og fléttaði utan urn kvæði þau, sem hann orti í ferðinni. En meðal annars orti hann þá hið fagra kvæði sitt um Dettifoss. Annir í embætti hafa sennilega valdið því, að hann skrifaði ekkert um Skagafjarðarferðina, því að í minnisbók sína frá 1889 hefur hann ritað þessi fáu orð um ferðalagið, og þá sennilega ætlað að auka við síðar: „13. [marz] fór ég með Laxdal til Sauð- árkróks. 1. dag að Bakkaseli (drabb), 2. að Miklabæ, 3. að Flugumýri, 4. að Gili. Fekk beztu viðtökur á Króknum. Frá mági mínum á Gili, eftir stórveizlu á Krókn. á miðviku- dag þ. 20. og að Flugumýri, 21. aS Bakka- seli, 22. heim. Allt gekk vel! OndvegistíS alla góu; ísar og góð færð.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.