Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 90
90
JÓIIANN GUNNAR ÓLAFSSON
Norðurlandi. Þó tókst með harðfylgi að
komast til Sauðárkróks, en meðan skipið
dvaldi þar ráðlagði skipstjórinn séra Matthí-
asi fastlega að fara þar á land, því svo gæti
eins vel snúizt, að skipið héldi sömu leið til
baka, ef ísinn lónaði ekki frá landi.
Séra Matthías fór að þessum ráðum og
flutti allt sitt á land. Hélt hann síðan land-
leiðina lil Akureyrar. Þá brosti Skagafjörð-
ur ekki við þjóðskáldinu. í Söguköflum seg-
ir hann:
„I þeirri ferð þótti mér einna ömurlegast
umhorfs, er við tjölduðum við Kotin í Norð-
urárdal. NorSanherpingur var og kalt í tjöld-
unum og yngstu hörnin hálf veik. Vakti ég
og lét fólk í næsta kotinu mjalta þá einu kú,
sem þar var, og færði börnunum dropann.“
Þetta var í þriðja sinn, sem séra Matthías
kom í Skagafjörð. Fyrst kom hann þar sum-
arið 1857. í Söguköflum segir hann á þessa
lund frá þeirri ferð:
„Um sumarið var ég með lausakaup-
manni, Jóni, bróður Sigurðar í Flatey, og
verzluðum við á Skagafirði, í Hofsósi og
Sauðárkróki, sem þá (1857) var ekki byggð-
ur. Fagur var þá Skagafjörður, svo að mér
hló hugur í brjósti. Eitt laugardagskvöld, er
ég hafði lítið sofið um vikuna, því að „ös“
var, reið ég til að skoða fjörðinn; komst að
Framnesi, góðum bæ, um nóttina, og fannst
þar sofandi á hlaðinu um morguninn, en
reiðskjótinn í túninu. Konan vakti mig með
kaffi og voru þá komin dagmál; fékk ég hin-
ar heztu viðtökur og reið yfir á Langholt og
um Sæmundarhlíð um daginn, og síðan út
í Hofsós.“
Sumarið 1860 kom hann þar einnig með
Sharpe kvekara og íslenzkaði tölur hans. Þá
komu þeir að Flugumýri og víðar. Það var
á skólaárum séra Matthíasar.
Á Akureyri eignaðist séra Matthías bráð-
lega vini og forn vináttubönd treystust. Egg-
ert Laxdal kaupmaður varð meðal beztu
vina hans og hjálparhella í hvívetna.
I marzmánuði árið 1889 átti Eggert er-
indi til SauSárkróks. BauS hann séra Matthí-
asi að slást í förina með sér og þáði hann
boðið.
t ritum sínum eða bréfum mun séra
Matthías hvergi minnast á þessa ferð, og
ekki er hennar getið í LýS. Hins vegar ritaði
hann árið áður ferðasögu í LýS, er hann fór
skemmtiför um Þingeyjarsýslu og fléttaði
utan urn kvæði þau, sem hann orti í ferðinni.
En meðal annars orti hann þá hið fagra
kvæði sitt um Dettifoss. Annir í embætti hafa
sennilega valdið því, að hann skrifaði ekkert
um Skagafjarðarferðina, því að í minnisbók
sína frá 1889 hefur hann ritað þessi fáu orð
um ferðalagið, og þá sennilega ætlað að
auka við síðar:
„13. [marz] fór ég með Laxdal til Sauð-
árkróks. 1. dag að Bakkaseli (drabb), 2. að
Miklabæ, 3. að Flugumýri, 4. að Gili. Fekk
beztu viðtökur á Króknum. Frá mági mínum
á Gili, eftir stórveizlu á Krókn. á miðviku-
dag þ. 20. og að Flugumýri, 21. aS Bakka-
seli, 22. heim.
Allt gekk vel!
OndvegistíS alla góu; ísar og góð færð.“