Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Side 91
MATTHÍAS JOCHUMSSON OG SKAGAFJÖRÐUR
91
Hér virðist auðvelt að geta í eyðurnar.
Þeir, sem séð hafa Skagafjörð í vetrar-
skrúði, sólbjarta daga, skilja vel hvílíkum
áhrifum skáldið hefur orðið fyrir, þegar það
ferðaðist þvert yfir þetta undurfagra hérað,
frá stórbýli til höfuðbóls, við höfðinglegar
móttökur, veizluglaum og skálaræður. Saga
héraðsins hefur verið rifjuð upp, stórmenna
að fornu og nýju getið, Hólastóll vegsamað-
ur, stiklað á fornum stórtíðindum og atburð-
um og náttúrufegurðin dásömuð.
Á Miklabæ sat þá séra Einar Jónsson,
kunnur fræðimaður og sómamaður, og á
Flugumýri bjó Þorvaldur Ari Arason. Hann
var mikill höfðingi, og allra manna gestreif-
astur, fjörmikill og glaðvær. Hann varð ári
síðar upphafsmaður að því, að sýslunefnd
Skagfirðinga skoraði á Alþingi að veita séra
Matthíasi skáldalaun.
Á Gili bjó Jóhannes Ólafsson, sýslumaður
Skagfirðinga, bróðir Ingveldar annarrar
konu hans og vildarvinur.
Á Sauðárkróki var þá Stefán Jónsson,
verzlunarstjóri Gránufélags, gestrisinn
rausnarmaður, glaður og reifur. Fleiri voru
þá merkismenn á Króknum.
Á Sauðárkróki var séra Matthíasi búin
veizla að Hótel Tindastóli. Var þar margt
manna og fögnuður mikill.
Að Gili, Flugumýri og Miklabæ gisti séra
Matthías einnig á heimleið.
Ferðin hafði verið hin ágætasta, enda
klykkir séra Matthías út með þessum orð-
um: „ Allt gekk vel.“
Þegar heim kom tóku við embættisannir,
og einu blaði af Lýð (26. marz) þurfti að
hleypa af stokkunum.
En 10. apríl, rúmum hálfum mánuði eftir
að séra Matthías kom heim úr Skagafirði,
skrifar hann í minnisbók sína:
jo. Á' /V
„Orti (á dag) Skagafj.kvæðið“.
Ef orð skáldsins sjálfs væru ekki fyrir því,
að kvæðið hefði komizt á pappírinn á jafn-
skönnnum tíma, væri erfitt að trúa því. Og
fáir mundu liafa leikið það eftir séra Matthí-
asi, að yrkja jafnlangt og stórbrotið kvæði
á einum degi. Manni ægir andagiftin.
AS vísu má telja víst, í Ijósi þess sem sagt
hefur veriö hér að framan, að kvæðið hafi
mótast í vitund, eða öllu heldur undirvitund,
skáldsins á þeim mánaðartíma, sem leið frá
því að Skagafjarðarferðin hófst og kvæðið
varð til. Vísurnar eru eins og myndir, sem
speglast í huga skáldsins á ferðinni. Kvæðið
hefur síðan þróazt og mótazt með skáldinu,
þar til það fær framrás óveðursdaginn 10.
apríl 1889. Lítill tími hefur gefizt til að hefla
og bæta kvæðið, því að það fer nær beint
af pennanum í prentsmiðjuna, en 17. apríl
er Lýðsblaðið dagsett, þar sem það var fyrst
prentao.
Eg hef borið frumprentun kvæöisins sam-
an við tvær síðari prentanirnar í Östlunds-
útgáfunni 1903 (II. 115—121) og Magnús-
arútgáfunni 1936 (bls. 105—-107).
Tvær síðari útgáfurnar mega heita sam-
hljóða, en skáldið hefur gert nokkrar breyt-
ingar frá frumútgáfunni, og eru þær allar
til bóta, að því er virðist. Því hefur stundum
verið haldið fram, að séra Matthías hafi ekki
hirt um lagfæringar á kvæðum sínum. Þetta
kemur því ef til vill sumum á óvart.
Breytingarnar skulu raktar hér: