Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Page 94
94
RICHARD BECK
haki, er þar var komið, 33 ára kennaraferil,
sem um allt hafði verið hinn merkasti.
Hann hóf kennslu í sænsku á Yale-háskóla
árið 1919 og stuttu síðar í íslenzku (Old
Norse), og kenndi hana jafnan síðan að
kalla ár hvert, eða alls um 25 ára skeið;
hafði hann löngum allmarga nemendur í ís-
lenzku, eitt árið eigi færri en ellefu úr hópi
framhaldsnemenda háskólans. Lagði dr.
Benson í þeirri kennslu sinni, að eigin sögn,
meiri áherzlu á menningarsögulegu og hók-
menntahliðina en þrönga málfræðilega
fræðslu, og er það í fullu samræmi við við-
horf hans eins og það lýsir sér í víðtækum
hókmenntasögulegum rannsóknum hans og
ritstörfum.
En hann lét eigi, hvað ísland snerti, lenda
við háskólakennsluna eina saman. Þau hjón-
in sóttu Alþingishátíðina 1930. kynntust, þá
landi og þjóð að nokkru, og fluttu þegar vest-
ur kom úr þeirri Norðurlandaför þeirra tugi
erinda um ísland (sum með myndum) í
ýmsum menningarfélögum, við ágætar und-
irtektir; má óhætt fullyrða, að þau hafi með
þeim hætti unnið oss Islendingum hið þakk-
arverðasta kynningarstarf.
Auk háskólakennslunnar áratugum saman
og fyrirlestrahalds um norræn efni í mörg-
um æðri menntastofnunum og annars staðar
vestan hafs, hefur dr. Benson tekið mikinn
þátt í starfsemi ýmsra kennara- og menning-
arfélaga, meðal annars árum saman átt sæti
í útgáfunefnd hins kunna menningarfélags-
skapar, The American-Scandinavian Foun-
dation í New York, og í stjórnarnefnd
Sænsk-ameríska sögufélagsins (The Ameri-
can Swedish Historical Foundation). Hann
er sem stendur forseti fræðafélagsins The
Society for the Advancement of Scandina-
vian Study og varaforseti hins fjölmenna fé-
lags amerískra háskólakennara í tungumál-
um (The Modern Language Association of
America). Hefur honum í viðurkenningar-
skyni fyrir margþætt menningarstörf sín, og
þá eigi síður fyrir ritstörf sín, sem enn verð-
ur lýst, verið margvíslegur sómi sýndur af
hálfu ríkisstjórnarinnar sænsku og sænsk-
amerískra og annarra amerískra mennta-
stofnana, þó eigi verði það hér frekar rakið.
Hann hefur verið mikilvirkur rithöfund-
ur, samið, þýtt og annazt (einn eða með öðr-
um) útgáfu fjölda rita, einkum um sænskar
bókmenntir og menningarmál og um Svía
vestan hafs, og ritað sæg af ritgerðum og rit-
fregnum um sömu efni. Er nýkomið út á veg-
um The American-Scandinavian Foundation
(New York, 1952) mikið safn ritgerða hans
um þau og önnur norræn efni, American-
Scanclinavian Studies, ásamt ýtarlegri skrá
yfir ritstörf hans í heild sinni.
Meðal rita hans eru tvö, sem snerta ís-
land: Doktorsritgerð hans, Tlie Old Norse
Element in Swedisli Romanticism (New
York, Columbia University Press, 1914),
fróðlegt rit og merkilegt, sem fjallar, eins og
nafnið bendir til, um norræn áhrif í sænsk-
um bókmenntum í anda rómantísku stefn-
unnar; og ensk þýðing lians á merkisriti
prófessors Hjahnars Lindroths um ísland,
Iceland: Land of Contrasts (Princeton,
Princeton University Press and The Ameri-
can-Scandinavian Foundation, 1937), og er
þýðingin bæði nákvæm og hin læsilegasta,
enda hefur hún vafalaust veitt mörgum
ensku-mælandi lesendum staðgóða fræðslu
um ísland og íslenzka menningu.
í yfirlitsritgerðum sínum um bókmenntir
Norðurlanda í ýmsum safnritum hefur dr.
Benson einnig tekið með íslenzkar bók-
menntir, svo sem í ritgerð sinni „Scandin-
avian Literature“ í ritinu The World
Through Literature (New York 1951), en í