Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Síða 94

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Síða 94
94 RICHARD BECK haki, er þar var komið, 33 ára kennaraferil, sem um allt hafði verið hinn merkasti. Hann hóf kennslu í sænsku á Yale-háskóla árið 1919 og stuttu síðar í íslenzku (Old Norse), og kenndi hana jafnan síðan að kalla ár hvert, eða alls um 25 ára skeið; hafði hann löngum allmarga nemendur í ís- lenzku, eitt árið eigi færri en ellefu úr hópi framhaldsnemenda háskólans. Lagði dr. Benson í þeirri kennslu sinni, að eigin sögn, meiri áherzlu á menningarsögulegu og hók- menntahliðina en þrönga málfræðilega fræðslu, og er það í fullu samræmi við við- horf hans eins og það lýsir sér í víðtækum hókmenntasögulegum rannsóknum hans og ritstörfum. En hann lét eigi, hvað ísland snerti, lenda við háskólakennsluna eina saman. Þau hjón- in sóttu Alþingishátíðina 1930. kynntust, þá landi og þjóð að nokkru, og fluttu þegar vest- ur kom úr þeirri Norðurlandaför þeirra tugi erinda um ísland (sum með myndum) í ýmsum menningarfélögum, við ágætar und- irtektir; má óhætt fullyrða, að þau hafi með þeim hætti unnið oss Islendingum hið þakk- arverðasta kynningarstarf. Auk háskólakennslunnar áratugum saman og fyrirlestrahalds um norræn efni í mörg- um æðri menntastofnunum og annars staðar vestan hafs, hefur dr. Benson tekið mikinn þátt í starfsemi ýmsra kennara- og menning- arfélaga, meðal annars árum saman átt sæti í útgáfunefnd hins kunna menningarfélags- skapar, The American-Scandinavian Foun- dation í New York, og í stjórnarnefnd Sænsk-ameríska sögufélagsins (The Ameri- can Swedish Historical Foundation). Hann er sem stendur forseti fræðafélagsins The Society for the Advancement of Scandina- vian Study og varaforseti hins fjölmenna fé- lags amerískra háskólakennara í tungumál- um (The Modern Language Association of America). Hefur honum í viðurkenningar- skyni fyrir margþætt menningarstörf sín, og þá eigi síður fyrir ritstörf sín, sem enn verð- ur lýst, verið margvíslegur sómi sýndur af hálfu ríkisstjórnarinnar sænsku og sænsk- amerískra og annarra amerískra mennta- stofnana, þó eigi verði það hér frekar rakið. Hann hefur verið mikilvirkur rithöfund- ur, samið, þýtt og annazt (einn eða með öðr- um) útgáfu fjölda rita, einkum um sænskar bókmenntir og menningarmál og um Svía vestan hafs, og ritað sæg af ritgerðum og rit- fregnum um sömu efni. Er nýkomið út á veg- um The American-Scandinavian Foundation (New York, 1952) mikið safn ritgerða hans um þau og önnur norræn efni, American- Scanclinavian Studies, ásamt ýtarlegri skrá yfir ritstörf hans í heild sinni. Meðal rita hans eru tvö, sem snerta ís- land: Doktorsritgerð hans, Tlie Old Norse Element in Swedisli Romanticism (New York, Columbia University Press, 1914), fróðlegt rit og merkilegt, sem fjallar, eins og nafnið bendir til, um norræn áhrif í sænsk- um bókmenntum í anda rómantísku stefn- unnar; og ensk þýðing lians á merkisriti prófessors Hjahnars Lindroths um ísland, Iceland: Land of Contrasts (Princeton, Princeton University Press and The Ameri- can-Scandinavian Foundation, 1937), og er þýðingin bæði nákvæm og hin læsilegasta, enda hefur hún vafalaust veitt mörgum ensku-mælandi lesendum staðgóða fræðslu um ísland og íslenzka menningu. í yfirlitsritgerðum sínum um bókmenntir Norðurlanda í ýmsum safnritum hefur dr. Benson einnig tekið með íslenzkar bók- menntir, svo sem í ritgerð sinni „Scandin- avian Literature“ í ritinu The World Through Literature (New York 1951), en í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.