Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Page 95

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Page 95
SÆNSK-AMERÍ SKUR FRÆÐIMAÐUR 95 slíkum ritum verður eðlilega að fara fljótt yfir sögu. Þá hefur hann birt í amerískum fræðirit- um margar merkar ritgerðir, er að einhverju leyti, beint og óbeint, fjalla um ísland og þó sérstaklega um fornbókmenntir vorar; hefur hann um annað fram rannsakað norræn á- hrif í amerískum bókmenntum og unnið merkilegt brautryðjandastarf á því sviði. Hann hefur ritað bæði um hina sögulegu heimsókn Bayards Taylors skálds til íslands Jrjóðhátíðarsumarið 1874 og um miklar mætur hans á Norðurlöndum og bókmennt- um þeirra og kynni hans af þeim, en alls þessa bera rit hins fjölhæfa skálds og snjalla rithöfundar óræk nrerki. Megum vér íslend- ingar muna hann sem góðvin vorn og jafn- framt sem brautryðjanda í menningarlegum samskiptum milli Bandaríkjanna og Norður- landa. Dr. Benson hefur einnig ritað um tengsl margra annarra amerískra fræðimanna og skálda við Norðurlönd og fornbókmenntir vorar og um áhrif þaðan í ritum þeirra; og koma þar við sögu, þó í misjöfnum mæli og með misjöfnum hætti sé, jafn kunn skáld og Washington Irving, Edgar Allan Poe og Idenry David Thoreau, auk annarra smærri spámanna í amerískum bókmenntum, svo sem Richard Alsop (1761—1815), er fyrstur amerískra skálda mun hafa sótt yrkisefni í Eddukvæðin. Sérstök ástæða er til þess að rninna á rit- gerð dr. Bensons um rit ameríska lögfræð- ingsins Henrys Wheatons (1785—1848) um Norðurlönd („Henry Wheaton’s Writings on Scandinavia“), en hann var á sinni tíð kunnur rithöfundur, ekki sízt fyrir rit sín um sögu Norðurlanda, er mikla athygli vöktu og víðlesin voru; lýsa þau harla víðtækri þekk- ingu og mikilli aðdáun á norrænni menn- ingu og íslenzkum fornbókmenntum, enda hafði höfundurinn á þeim árum, er hann var sendiherra Bandarikjanna í Kaupmanna- höfn (1827—1835), snemma kynnzt Rask, verið í bréfasambandi við Rafn og Finn Magnússon, og að öllum líkindum einnig kynnzt þeim persónulega. Hafa slík kynni, að vonum, gefið áhuga hans á að kynna sér sögu Norðurlanda, menningu þeirra og bók- menntir, byr í segl. Hann var kjörinn heið- ursfélagi í Hinu íslenzka bókmenntafélagi 14. nóv. 1830. Aðrar ritgerðir dr. Bensons, er Island varða, fjalla um norræna bókasafnið við Yale-háskólann, þar sem er margt íslenzkra rita og merkra, og um kennslu í Norður- landamálum og bókmenntum og norrænar fræðiiðkanir í Bandaríkjunum, gagnfróð- legt yfirlit fram til þess tíma, er það er ritað (1937). í því sambandi má einnig nefna hina bókfræðilegu ritgerð hans um enskar þýðingar á Friðþjófs sögu Tegnérs, og kemst hann að þeirri niðurstöðu, að slíkar heildar- þýðingar hennar séu 14 talsins. Dr. Benson hefur ennfremur birt í merk- um amerískum fræði- og bókmenntaritum eigi allfáa ritdóma um bækur, er snerta ís- land og íslenzkar bókmenntir, meðal þeirra um bók prófessors Einars Haugens um Vín- landsferðirnar, Voyages to Vinland (1942), um hið fjölþætta úrval dr. Henry G. Leach úr norrænum fornbókmenntum, A Pageant oj Old Scandinavia Í1946), um hina ágætu ferðabók Agnes Rothery, lceland: New World Outpost (1948), og um bækur grein- arhöfundar: Icelandic Poems and Stories (1943) og History of Icelandic Poets: 1800 —1940 (1950). Eins og rit hans, eru allar ritgerðir dr. Bensons um norræn og íslenzk efni hinar fræðimannleguslu og vel í letur færðar, og

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.