Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Qupperneq 95

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Qupperneq 95
SÆNSK-AMERÍ SKUR FRÆÐIMAÐUR 95 slíkum ritum verður eðlilega að fara fljótt yfir sögu. Þá hefur hann birt í amerískum fræðirit- um margar merkar ritgerðir, er að einhverju leyti, beint og óbeint, fjalla um ísland og þó sérstaklega um fornbókmenntir vorar; hefur hann um annað fram rannsakað norræn á- hrif í amerískum bókmenntum og unnið merkilegt brautryðjandastarf á því sviði. Hann hefur ritað bæði um hina sögulegu heimsókn Bayards Taylors skálds til íslands Jrjóðhátíðarsumarið 1874 og um miklar mætur hans á Norðurlöndum og bókmennt- um þeirra og kynni hans af þeim, en alls þessa bera rit hins fjölhæfa skálds og snjalla rithöfundar óræk nrerki. Megum vér íslend- ingar muna hann sem góðvin vorn og jafn- framt sem brautryðjanda í menningarlegum samskiptum milli Bandaríkjanna og Norður- landa. Dr. Benson hefur einnig ritað um tengsl margra annarra amerískra fræðimanna og skálda við Norðurlönd og fornbókmenntir vorar og um áhrif þaðan í ritum þeirra; og koma þar við sögu, þó í misjöfnum mæli og með misjöfnum hætti sé, jafn kunn skáld og Washington Irving, Edgar Allan Poe og Idenry David Thoreau, auk annarra smærri spámanna í amerískum bókmenntum, svo sem Richard Alsop (1761—1815), er fyrstur amerískra skálda mun hafa sótt yrkisefni í Eddukvæðin. Sérstök ástæða er til þess að rninna á rit- gerð dr. Bensons um rit ameríska lögfræð- ingsins Henrys Wheatons (1785—1848) um Norðurlönd („Henry Wheaton’s Writings on Scandinavia“), en hann var á sinni tíð kunnur rithöfundur, ekki sízt fyrir rit sín um sögu Norðurlanda, er mikla athygli vöktu og víðlesin voru; lýsa þau harla víðtækri þekk- ingu og mikilli aðdáun á norrænni menn- ingu og íslenzkum fornbókmenntum, enda hafði höfundurinn á þeim árum, er hann var sendiherra Bandarikjanna í Kaupmanna- höfn (1827—1835), snemma kynnzt Rask, verið í bréfasambandi við Rafn og Finn Magnússon, og að öllum líkindum einnig kynnzt þeim persónulega. Hafa slík kynni, að vonum, gefið áhuga hans á að kynna sér sögu Norðurlanda, menningu þeirra og bók- menntir, byr í segl. Hann var kjörinn heið- ursfélagi í Hinu íslenzka bókmenntafélagi 14. nóv. 1830. Aðrar ritgerðir dr. Bensons, er Island varða, fjalla um norræna bókasafnið við Yale-háskólann, þar sem er margt íslenzkra rita og merkra, og um kennslu í Norður- landamálum og bókmenntum og norrænar fræðiiðkanir í Bandaríkjunum, gagnfróð- legt yfirlit fram til þess tíma, er það er ritað (1937). í því sambandi má einnig nefna hina bókfræðilegu ritgerð hans um enskar þýðingar á Friðþjófs sögu Tegnérs, og kemst hann að þeirri niðurstöðu, að slíkar heildar- þýðingar hennar séu 14 talsins. Dr. Benson hefur ennfremur birt í merk- um amerískum fræði- og bókmenntaritum eigi allfáa ritdóma um bækur, er snerta ís- land og íslenzkar bókmenntir, meðal þeirra um bók prófessors Einars Haugens um Vín- landsferðirnar, Voyages to Vinland (1942), um hið fjölþætta úrval dr. Henry G. Leach úr norrænum fornbókmenntum, A Pageant oj Old Scandinavia Í1946), um hina ágætu ferðabók Agnes Rothery, lceland: New World Outpost (1948), og um bækur grein- arhöfundar: Icelandic Poems and Stories (1943) og History of Icelandic Poets: 1800 —1940 (1950). Eins og rit hans, eru allar ritgerðir dr. Bensons um norræn og íslenzk efni hinar fræðimannleguslu og vel í letur færðar, og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.