Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1965, Blaðsíða 7
LANDSBÓKASAFNIÐ 1964
7
Prof. Emile Schaub-koch, Genf. — Hans Schlesch, Frankfurt am Main. — The Scott
Polar Research Instilute, Cambridge. — SendiráS Bandaríkjanna, Rvík. — Sendiráð
Danmerkur, Rvík. — SendiráS Kanada, Oslo. — Sendiráð Noregs, Rvík. — Sendiráð
V.-Þýzkalands, Rvík. — Smithsonian Institution, Washington. — Société Frangaise
d’Archeologie, Orléans. — Sparekassen for Kjpbenhavn og omegn. — Statens histor-
iska museum och kungl. myntkabinettet, Sth. — Det Statistiske department, Kpben-
havn. — Kpbenhavns Statistiske kontor. — Statsbiblioteket i Arhus. — Staats- und
Universitatsbibliothek, Hamburg. — Bjarne Steinsvik, Slockholm. — Stockholms
stadsarkiv. — Sundhedsstyrelsen, Kpbenhavn. — Richard G. Torgerson, Salt Fake
City. — Tseng Ke Tuan, Hong Kong. — UNESCO, Paris. — United Nations, New
York. — Universitát, Kiel. — Universitátshibliothek, Kiel. — Universitetsbiblioteket,
Bergen. — Universitetshihlioteket, Göteborg. ■— Universitetsbiblioteket, Helsingfors.
— Universitetshihlioteket, Kpbenhavn. — Universitetsbiblioteket, Lund. — Universi-
tetsbiblioteket, Oslo. — Universitetsbiblioteket, Uppsala. — Universitetsforlaget, Árhus.
— Universitetsforlaget, Oslo. — University of Leeds. — University of Wisconsin,
Madison. — Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna, Rvík. — Utanríkisráðuneyti Sví-
þjóðar. — Viking Society for Northern Research, London. — Jean-Louis Vidalenc,
Paris. — The Voice of America, Washington. — Westdeutsche Bihliothek, Marhurg-
Lahn. — World Health Organization, Genf. — R. F. j. Zieck, Haag. — Þýzk bóka-
sýning, Rvík.
Vert væri að skýra nánara frá sumum gefendanna og gjöfum þeirra, en að þessu
sinni skal einungis getið einnar gjafar: Tveir Svíar, hinn stórvirki þýðandi íslend-
ingasagna, dr. Áke Ohlmarks, og bókaútgefandinn Bjarne Steinsvik, færðu safninu 17.
júní 1964 skrautbundið eintak í fimm hindum af þýðingu Ohlmarks á Islendinga-
sögum, en þýðingin kom út í Svíþjóð síðar á árinu.
Landsbókasafn flytur þeim og öðrum gefendum beztu þakkir.
Handritaeign
og gjafir
Handritaeign Landsbókasafns var í árslok 1964 11696 handrita-
bindi, og hafði safninu bætzt 101 hindi á árinu. Fáein handrit
voru keypt, en langflest gefin, og skal nú getið nokkurra:
Svava Þorleifsdóttir kennari gaf safninu dagbækur föður síns, sr. Þorleifs Jónssonar
á Skinnastað, um árabilin 1889—91 og 1895—1910. Gjöfinni fylgdu einnig nokkur
handrit úr fórum sr. Þorleifs, og er þar merkast Æviskrá Sighvats Grímssonar Borg-
firðings, skráð af Sighvati sjálfum og lokið 27. des. 1892. Æviágrip þetta er birt í
þessari árbók og þess vænzt, að mörgum muni þykja forvitnilegt að sjá, hversu höf-
undur hinna miklu prestaæva lýsir sjálfum sér. Frásögn Sighvats af menntaþrá sinni
og brennandi löngun til ritstarfa og mynd sú, er hann bregður upp af sér og meistara
sinum, Gísla Konráðssyni, auk margs fleira, er vér sjáum og skynjum við lestur ævi-
ágrips hans, allt eru þetta dæmi, er verða mega okkur, sem nú erum á dögum og húum
við betri hag, til hvatningar og lærdóms.
Stefán Jónsson á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð hefur gefið m. a. Rímur af Perusi